Róið á sjókayak um sundin blá

05 sep 2012 15:58 #1 by Orsi
Vel gert félagar. Það stöðvar fátt 142 ára teymið, uppfullt af visku og reynslu af glímu við hafið í allri sinni dýrð.

Áttræðisaldurinn er raunar góður aldur fyrir allskyns kroppslegar þolraunir, það sanna dæmin. Í þessum aldursflokki hefur mönnum t.d. gengið vel að klífa Everest, Og margan sjötugan refinn hef ég séð brokka á Hvanndalshnúk og Heklu. Og ekki síst er þetta kayakaldurinn hárrétti, eins og þið kappar sýnið ítrekað.

Klúbburinn fóstrar nú einar 4 kynslóðir af virkum kayakræðurum.

Og sáuði formanninn í Fréttablaðinu í dag?

Þökk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2012 10:09 - 05 sep 2012 10:14 #2 by Sævar H.
Við tókum þriðjudagsróðurinn snemma,við róðrarfélagarnir , Hörður K. og undrritaður.
Við lögðum upp frá Geldinganes eiðinu um kl 15.
Veður var heiðskýrt og sól á lofti , en talsverður vindstrengur af NV,um 12 m/sek, og því kröpp alda inn Eiðsvíkina, sem átti sér ferðalag allt frá Snæfellsnesi.
Það var því nokkur barningur að komast að austurenda Viðeyjar. En við lögðum leið okkar síðan suður og vestur fyrir Viðey. Þar var öllu kyrrara í sjóinn á leið okkar í fjöruna undan Virkishól, þar sem við fengum okkur hressingu og spjall.
Ákveðið var að róa ekki vestur fyrir Viðey vegna erfiðra skilyrða um þá leið. Það var því róið sömu leið til baka.
Vindinn hafði lægt en talsverður sjór var ennþá á Eiðsvíkinni –einkum var skemmtilegur súgur við Fjósaklettana.
Við renndum okkur milli þeirra í skemmtilegu skopperíi og auðvitað með fullri reisn .
Og þegar við lentum fyrir neðan aðstöðuna á Eiðinu voru aðalróðrarkempurnar að leggja í hinn hefðbundna þriðjudagsróður-galvaskir.
8,5 km róður var að baki hjá hinum reyndu kayakjöxlum ,okkur Herði K. og mér,en samanlagður aldur okkar er 144 ár og þrír mánuðir en meðalaldur 72 ár. Það má lengi stunda sjókayakróðra. :)

Í fjörunni undir Virkishól
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum