Róið fyrir Akranes

08 sep 2012 22:11 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Róið fyrir Akranes
Takk fyrir flottan róður.
Svæði sem við verðum að róa aftur.

Kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2012 21:26 - 08 sep 2012 21:28 #2 by Reynir Tómas Geirsson
Flott myndasería, Þorbergur, úr ánægjulegum róðri. Við voum 11 alls, rerum í rúma klst úr Blautósi inn í Krókalón, þar sem var gott hádegishlé. Svo var á annarri klst farið fyrir Vesturflösina að vitanum þar sem heimamenn tóku vel á móti okkur og við skoðuðum vitann, frábært útsýni þaðan og skemmtilega ljósmyndasýningu þar. Loks var farið um hafnarmynnið á Langasand. Það skiptust á lygnusvæði og sterkari alda, veður var með þægilegasta móti og hópurinn að vanda góður. Svæðið er frábært róðrarsvæði sem þarf að gefa meiri gaum og ná sambandi við ræðara á Akranesi líka. Takk fyrir góðan dag. Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2012 18:08 #3 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 22:43 #4 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Róið fyrir Akranes
við stefnum á að mæta
Kv Þóra og Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 22:01 #5 by Reynir Tómas Geirsson
Þetta verður góður hópur í góðu veðri, sjáumst og vonandi mæta fleiri.
Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 14:31 #6 by runarola
Replied by runarola on topic Re: Róið fyrir Akranes
Ég ætla að mæta.
Rúnar Ólafsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 12:25 #7 by Horður Kr
Replied by Horður Kr on topic Re: Róið fyrir Akranes
Ég ætla að mæta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 12:17 #8 by palli
Replied by palli on topic Re: Róið fyrir Akranes
Mæti. Stefnir í fínan róður.

Ef einhvern vantar far fyrir bát og/eða sjálfa(n) sig þá má slá á þráðinn í 6641807.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 10:15 #9 by olafia
Replied by olafia on topic Re: Róið fyrir Akranes
Ég ætla að skella mér í þennan róður.

Kveðja Ólafía

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2012 19:25 - 06 sep 2012 19:25 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Róið fyrir Akranes
Og ég sem ætlaði einmitt í þennan róður -en vegna ferðar erlendis í fyrramálið verð ég af róðrinum.
Það stefnir í úrvals róðrarveður á þessu svæði.
Leiðin er klárlega skemmtileg.
Fjallasýn mikil og sjálft Akrafjallið verður séð frá mörgum sjónarhornum. Og að lenda á Langasandi-gerist ekki betra.

Það er ekkert annað en að óska ykkur góðrar og skemmtilegarar róðrarferðar. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2012 22:43 - 07 sep 2012 09:23 #11 by Reynir Tómas Geirsson
Nokkuð vel lítur um með þennan dagsróður nú á laugardag, 8.9., 4-5 m/sek af norðaustri og þurrt, bæði einhver sól og smá væta möguleg (Veðurstofan, Belgingur). Farið verður frá stað sem heitir Blautós, sem er allstór vogur norðan við Akranes á leiðinni norður með Akrafjalli. Þarna var einu sinni flugvöllur meðfram bakkanum sem hestamenn nota helst nú og þegar ekið er inn með ósnum í norðaustur er þar lítill hóll. Þar má keyra út af og leggja bílum við enda flugvallarins. Þaðan er stutt niður í fjöruna. Ósinn er grunnur og því þarf að fara út nálægt háflóði sem er laugardaginn 8.9. kl. 11.14. Það væri heppilegt að hittast við ósinn á laugardag kl. 10 f.h. til að leggja af stað. Róðurinn ætti að vera um 10-11 km. Við róum út úr ósnum og svo undan vindi milli skerja og smáeyja inn í Höfðavík sem er í miðjum bænum. Þar er ágætt að leggja að og taka góða pásu. Við róum svo fyrir nesið (Vesturflös og sjálfan Skagann) og vitann og inn á Krossvíkina, skjótumst inn í höfnina, og svo út á Langasand innanverðan. Það má reikna með 3+ klst og svo bæta ferðinni úr og í bæinn við = 1 klst í við bót. Ef menn leggja af stað frá Reykjavík kl. 09.20 eða svo, þá ætti fólk að vera komið aftur tilbaka um kl. 3 e.h..

Þetta getur orðið ágætur róður um svæði sem fæstir hafa farið, ekki erfiður (ein ár), og gefur aðra sýn á þetta gamla bæjarstæði en venjulega. Akranes byrjaði að byggjast upp á fyrri hluta 19. aldar, en varð formlegur kaupstaður 1942. Landnámsmenn á Akranesi voru írskir. Við reiknum með að fá flutning til að sækja bílana að Langasandi. Áhugasamir eru beðnir að láta vita af sér á korkinum eða hringja í mig (s. 824 5444), eða senda e.mail á reynir.steinunn@simnet.is. Svo verður fylgst með veðurspánni áfram.

Stærra kort er hér
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum