Félagsróður 6. september

08 sep 2012 17:50 - 08 sep 2012 17:51 #1 by Einar Sveinn
Fínasti róður, flott róðrastjórn, Klara til lukku. Ekkert grín að tala íslensku við tennisleikarann og fá hann ofan af einliðaleik, En það tókst hjá þér :cheer:
Nokkrar myndir Hér



Á einni myndinni má sjá Guðna Pál en í baksýn er Gunnar Ingi akkúrat að velta.

Takk fyrir mig!
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 20:51 #2 by Sævar H.
Gaman að lesa um nýjan róðrarstjóra-hana Klöru. Hún á greinilega góða framtíð fyrir sér í sjókakyaknum. Tekur ákveðið á villuróandi kayakkempum og leiðir á rétta stefnu
:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 20:40 #3 by Larus
Jamm ansi skemmtilegur róður á köflum,
Klara sýndi góða takta róðrarstjóra allann tímann bæði þegar virkilega þurfti að stjórna og í upphafi ferðar þegar reyndir ræðarar tóku sig til og fóru út úr hópnum og völdu sér sína eigin leið, þeir fengu tiltal á íslensku og halda sig væntanlega á mottunni næst.

lg

ps. Össur þú skalt nú ekki alveg hætta i tennis þó þú hafir ekki hvolft i gær, kannski varstu bara heppinn..........)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 15:25 #4 by Össur I
Snilldar róður og afburðar róðrarstjórn.
Held mig klárlega við kayakróður og legg tennisspaðann á hilluna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 12:14 #5 by palli
Já, þetta var déskoti gaman bara.

Innlegg í reynslubankann.

Heppilegt hve margir ræðarar eru orðnir vel sjóaðir og ýmsu vanir :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 09:31 #6 by eymi
Þú stóðst þig með stakri prýði Klara :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2012 23:25 #7 by Klara
Það var fjörlegur félagsróður í kvöld, sem jafnframt var síðasti fimmtudagsróðurinn á árinu. 20 vaskir ræðarar réru frá Geldinganesi og í grillskálann í Viðey þar sem tekið var kaffistopp. Ákveðið hafði verið að róa Viðeyjarhring og haldið var af stað samkvæmt plani. Fljótlega eftir kaffistopp kom í ljós að veður hafði breyst það hratt að skynsamlegast var að hætta við að róa hringinn. Haldið var aftur í land, á eyðið á milli Vestureyjar og Heimaeyjar. Þar var tekinn stuttur fundur og bátarnir síðan bornir yfir eyðið þar sem sjósett var að nýju. Róið var meðfram Viðey og skjólið af henni nýtt og síðan þverað yfir að Fjósaklettum í rökkri og hliðarvindi. Frá Fjósaklettum var róið aftur inn að Geldinganesi og allir komust heilir heim þó að sumir hafi velt oftar en einu sinni, aðrir tóku handveltu við bjarganir meðan ónefndur félagi braut ár í björgunaraðgerð og þurfti því sjálfur að fá björgun. Róðurinn var góð áminning um að fylgja öryggisstefnu klúbbsins og æfa reglulega bjarganir við erfiðar aðstæður.
Undirritun var róðrastjóri í fyrsta sinn og hafði í nógu að snúast. Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum