kajakræðarar í vanda í Nauthólsvík

09 sep 2012 10:33 #1 by olafure
Þegar Gunnar Svanberg var að kalla til ræðaranna þá stóð annar upp á skeri og veifaði báðum höndum og hinn var í bátnum við hliðina. Þeir kölluðu á hjálp og Gunnar spurði hvað væri að og svarið var "everything". Á þessu augnabliki hafði hinn báturinn fokið frá þeim þannig mér datt helst í hug að eitthvað væri að þeim sem sæti í bátnum. Allavega er gott að ekkert alvarlegt var að nema etv sært stolt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2012 22:08 - 08 sep 2012 22:09 #2 by Össur I
Meira um þetta

HÉR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 17:43 #3 by olafure
Við Gunnar Svanberg vorum akkurat staddir í landi þarna rétt hjá þegar þetta var að gerast. Þetta voru tveir útlendingar á ljósum Prijon seayak bátum og annar velti, þeir voru komnir á örguggan stað við sker austan við flugvöllinn en kölluðu á hjálp vegna þess að báturinn hafði fokið yfir í Kópavog frá þeim. Það var semsagt engin hætta á ferðum en einhver vegfarandi hringdi á neyðarlínuna vegna þess að skilaboðin frá ræðurunum voru þannig að ég og fleiri töldum að þarna væri manneskja með hjartaáfall eða annað álíka!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 17:09 #4 by palli
Tsjah, nú veit ég ekki.

Við erum nú ekki margir sem gerum út frá Nauthólsvík. Það væri fínt að fá skýrslu um málið - svona atvik eru til að læra af þeim og spá í hvað hefði betur mátt gera ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 sep 2012 15:34 - 07 sep 2012 15:36 #5 by Össur I
Sælir félagar, las þetta inná mbl.is, veit einhver meira um þetta, hvað þarna gerðist og hverjir/hver voru þarna á ferð.

Ekki gott þegar svona kemur uppá.

Sjá hér

Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum