Ég var með danskan félaga í heimsókn um daginn. Hann tók með sér flunkunýjan Prijon Pure XL - sem er stærsta útgáfan af þessum creeker sem slegið hefur rækilega í gegn - sérstaklega í Bandaríkjunum.
Ég stóðst auðvitað ekki mátið. Ef það er eitthvað sem háir kajaksportinu hérlendis, þá er það hversu sjaldan maður getur prófað báta og búnað áður en maður slær til með Visa. Maður er nánast alltaf að kaupa blint og taka sénsinn. Sérstaklega í straumnum.
Við eyddum dögunum á suðurlandinu og rérum Ytri-Rangá, Hvítá og Tungufljót.
Mér líkaði báturinn vel. Hann er hraður (enda eru bátarnir að lengjast aftur), heldur kúrs mjög vel (stundum of vel), plægir í gegnum og yfir allt og er mjög þægilegur að sitja í og ganga um.
Svona er útsýnið: