Félagsróður 15.09.2012

15 sep 2012 17:31 - 15 sep 2012 17:35 #1 by Össur I
Við vorum sjö sem rérum frá Geldingarnesinu í morgun í rjómablíðu og sumarsól. Ákveðið var að róa austanfrá með Geldingarnesinu og taka svo stöðuna við norðaustur enda nessins. Þá var farið að blása svolítið að norðvestan 6-8 m/s og við með einn byrjanda sem var að fara sinn fyrsta túr. Stórsteymt og útfall, vindur á móti, bjó til nokkuð krefjandi aðstæður til að takast á í fyrsta róðri, frákast frá Geldingarnestanga og svona þessi óákveðna ólga. Allt gekk þetta nú samt eins og í sögu og var meira að segja nokkuð gott lens á köflum til baka með vestanverðu Geldingarnesinu. Tekið var kaffi í gámunum okkar og fórum við svo annan Geldingarneshring undirritaður, Gummi Breiðdal og Páll Reynis. Þeir sem hinsvegar létu einn hring nægja voru: Arnar (nýliði), Hannes Bjarnas, Gísli HF og Hörður.
Takk fyrir flottan róður.
Össur I

ATH
Sigurjon M, þú sagðist ætla að mæta og kemur svo ekki, hvað er í gangi, allavega þín var saknað :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum