Góð námskeið hjá Kim Bull í Hexham

16 sep 2012 11:08 #1 by gsk
Flott ferð hjá þér, Gísli

Og gaman að sjá myndir af svæðinu.

Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2012 21:34 - 15 sep 2012 21:38 #2 by Gíslihf
Ég var í Englandi dagana 30.8. til 11.9. á þrem námskeiðum hjá Kim Bull. Hann er einyrki með flestar BCU gráður í færni og kennslu og er vefsíða hans kimbull.co.uk/ Ég get mælt með Kim, hann er góður kennari og sá fyrsti sem ég kynnist sem rýnir róður minn og greinir hvað ég þarf að laga hverju sinni. Tilgangurinn með ferðinni var námskeið til fyrstu réttinda fyrir kennara/þjálfara í róðrarsporti (UKCC BCU Level 1 Coach), en fékk einnig í leiðinni nokkra þjálfun til að auka færni í kanó og straumkayak (BCU 3 Star). Það má sjá kröfur fyrir Level 1 á slóðinni
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/Level...e%20V2-1%20May09.pdf
og á slóðunum
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/3%20star%20oc%20syllabus.pdf
og
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/3%20Star%20WW%20Syllabus.pdf

Í kennarnámskeiðinu var annar kennari með Kim, Dave að nafni, gamall keppnismaður og þjálfari enskra keppnisliða í róðrarsporti.
Það er nokkuð snúið að komast á þennan stað og gistingu þarf maður að finna sjálfur, því að ekki er hann með neina slíka miðstöð. Hann er í nánu samstarfi við Hexham canoe club sem er með veglega bækistöð við ána Tyne, og þegar verið er á sjó skutlar hann manni niður á ströndina. Tom Tom, sem við íslendingarnir þekkjum frá Angelsey symposium kom við þarna til að hitta okkur og hafði meðferðis gögn frá öryggisnámskeiði þar í vor, sem hafði eitthvað týnst í BCU skriffinnsku-kerfinu. Hann hefur grennst all verulega og kemst nú í hvaða bát sem er.

Hér eru myndir frá þessari ferð, sem skýra eitthvað af þessu - en eins og venjulega þá tók ég engar myndir þegar einhver aksjón var í gangi. Ef eihver hefur áhuga veiti ég gjarna allar upplýsingar.

Myndir - myndatextar eru á ensku vegna þeirra sem voru þarna með mér:
picasaweb.google.com/gislihf/M201209?aut...v1sRgCJaqrv6iyqPzqAE

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum