Gott innlegg hjá þér Gísli, þarna eru hinsvegar margir mikilvægir punktar hjá þér í nokkurri fjarlægð frá raunveruleikanum "hér ytra" - nú þekki ég ekki neitt til BCU-kerfisins eða breskra aðstæðna.
Á norðurlöndunum er hinsvegar mikil vakning varðandi það að gera "eldri kynslóðina" sýnilegri í keppnum. Fjölmörg +60 verkefni hafa litið dagsins ljós, 60 ára og eldri læra að róa og höndla kajak, nokkuð sem hefur notið mikilla vinsælda og vakið gríðarlega gleði á meðal þeirra sem hafa aldur til og tekið hafa þátt. Aldursflokka skipting í keppnum er auðvitað "lúxus" sem krefst þess að töluverð breidd sé til staðar í keppnishaldi. Eigi slík breidd að nást, þarf að nota þau sömu meðöl og hlaupamenninginn hefur notað..... "þú getur vel tekið þátt í keppni, án þess að þér sé skylt að vinna... " ...noohh þá geta alltí einu allir verið með ! ! !
Útum alla veröld eru haldnar kajak keppnir þar sem það "er EKKI of seint fyrir okkur sem erum komin yfir miðjan aldur" að taka þátt. Af skrifum þínum má ráða að hafi maður misst af farmiðanum á ÓL - þá sé dæmið bara dáið....! ! ! hvorki á Íslandi eða annarssataðar er svona fullyrðing í samræmi við raunveruleikann ! ! !
Vissulega sýnir þetta myndband sem þú hlekkir við skrif þín, engann sem kominn er yfir "miðjan aldur" ! ! !
Það er hinsvegar staðreynd að gríðarlegur fjöldi fólks sem kominn er yfir "miðjan aldur" tekur þátt í alþjóðlegum keppnum með góðum árangri. Nærtækt dæmi er Tommy Karls 56 ára Svíi, sem vann
Seamasters 2012
, þar sem meðal keppenda voru flestir af bestu ræðurum evrópu ! ! !
Ein allra vinsælasta kayakkeppnin í Scandinaviu er Dalsland Kanot Marathon, fjöldi keppenda skiptir hundruðum, og fer vaxandi. Í þessari keppni eru engar aldursflokka- eða kayakflokkaskiptingar til staðar. Þú einfaldlega mætir með þann kajak sem þér þykir vænlegastur til árangurs. Skiptir þar engu hvort um er að ræða þungann sjókajak, brimskíði eða K1 keppnisbát. Sá sem kemur fyrstur í mark er heldur enginn skilyrtur áskrifandi að bestu upplifuninni í keppninni.
Það eru einungis þeir sem ekki þekkja til þess að taka þátt í keppnum, sem halda að besti árangurinn liggi ávallt í því að lenda í fyrsta sæti ! ! !
Að taka þátt í almennum keppnum hefur hvorki að með aldur, lönd eða mannfjölda að gera.... heldur hugarfar þar sem framfarir og gleði í öllum stærðargráðum fá að njóta sín og ráða för.
Ólympíuleikarnir verða án nokkurs vafa haldnir á 4ra ára fresti, óháð hvernig, þér gekk, ef þú tekur þátt...
Kv.
Fylkir Sævarsson