BCU dagur í Höfnum

26 sep 2012 23:37 - 27 sep 2012 00:20 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: BCU dagur í Höfnum
Það er gaman að þessu. Takk fyrir það. Þegar ég var að byrja að róa kayak í árdaga minna róðra leit ég á þetta sem mjög einfalt verkefni. Sitja í bátnum og toga mig áfram með tvíblaðaár. Ég hef tilfinningu fyrir að þessi skoðun mín sé ennþá söm við sig. En myndinar sýna mér að að það er hægt að gera þetta töluvert flókið og hafa jafnvel mikið fyrir því. :) Gangi ykkur vel við verkefnið :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2012 20:39 - 27 sep 2012 16:08 #2 by Gíslihf
Ég var ein fjögurra tilraunamúsa ("Guinea pig") sem nota þurfti í dag við mat á 6 verðandi 4ra stjörnu leiðsögumönnum. Hér eru nokkrar myndir frá kletti í miðjum Hafna-Ósum, hann heitir Hestaklettur ef ég les LMÍ kortið rétt.
picasaweb.google.com/gislihf/M201209BCU4...Gv1sRgCK6H--TGpa6VRg

Á síðustu myndinni neðst sést allmikill pollur sem aldann fyllti aftur og aftur og streymdi því stöðugt lækur og lítill foss í sjóinn skjólmegin. Sigurjón var lengi að reyna að komast þarna á sundi að og upp á klettinn og gekk ekki vel (Mynd 3). Sjávarstaðan var að hækka og gaf sífellt meira yfir klettinn í stærstu fyllunum.

Egill var erfiður þegar hann var látinn leika meðvitundarlaust fórnarlamb. Hann var stífur eins og stirðnað lík þegar ég reyndi að koma fótun hans inn í mannopið. Ég var síðan látinn draga þrjá báta í land, bátinn með "líkinu" og tvo aðstoðarbáta með honum. Það er sjálfsagt að láta "þann gamla" reyna svolítið á sig! Við ættum að æfa þetta atriði betur, ekki síst hvernig tengja skal bátana saman, sem sá meðviðtundarlausi liggur á eða milli, þannig að hann falli ekki niður í sjóinn hvað eftir annað.

Sjáumst á floti.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum