Ég var ein fjögurra tilraunamúsa ("Guinea pig") sem nota þurfti í dag við mat á 6 verðandi 4ra stjörnu leiðsögumönnum. Hér eru nokkrar myndir frá kletti í miðjum Hafna-Ósum, hann heitir Hestaklettur ef ég les LMÍ kortið rétt.
picasaweb.google.com/gislihf/M201209BCU4...Gv1sRgCK6H--TGpa6VRg
Á síðustu myndinni neðst sést allmikill pollur sem aldann fyllti aftur og aftur og streymdi því stöðugt lækur og lítill foss í sjóinn skjólmegin. Sigurjón var lengi að reyna að komast þarna á sundi að og upp á klettinn og gekk ekki vel (Mynd 3). Sjávarstaðan var að hækka og gaf sífellt meira yfir klettinn í stærstu fyllunum.
Egill var erfiður þegar hann var látinn leika meðvitundarlaust fórnarlamb. Hann var stífur eins og stirðnað lík þegar ég reyndi að koma fótun hans inn í mannopið. Ég var síðan látinn draga þrjá báta í land, bátinn með "líkinu" og tvo aðstoðarbáta með honum. Það er sjálfsagt að láta "þann gamla" reyna svolítið á sig! Við ættum að æfa þetta atriði betur, ekki síst hvernig tengja skal bátana saman, sem sá meðviðtundarlausi liggur á eða milli, þannig að hann falli ekki niður í sjóinn hvað eftir annað.
Sjáumst á floti.
Kv. GHF.