Það voru 20 vaskir ræðarar karlar og konur sem létu úr vör við Geldinganesið í dag. Haldið var norður fyrir Viðey og fengu nýliðar að takast á við temmilegar öldur þegar komið var út fyrir nesið. Tekið var land við skálann þar sem nestis og hvíldar var notið. Síðan var róið suður fyrir Viðey til baka þar sem frískleg og vaxandi austanáttin tók á móti okkur. Allir tóku vel á og komust heilir að landi. Á heimleiðinni voru teknar nokkrar björgunaræfingar m.a. var vestfirskum prins sem farið hafði úr axlarlið bjargað all snarlega enda menn heitir eftir nýliðna BCU viku. Undirritaður var skipaður róðrarstjóri og naut hann dyggrar aðstoðar þeirra Egils, Guðna og Klöru. Takk fyrir skemmtilegan róður.