Þriðjudagsróður 2.10.'12

04 okt 2012 13:55 #1 by Bergþór
OK gott að fá "heimild".
Kem á laugardaginn til að prófa bát.
Félagsbátarnir eru líka tiltækir og ég er óhræddur við að nota þá.
;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 10:21 #2 by Larus
þú ert nú það sjóaður Beggó að þú getur vel látið sjá þig,

við gerum ekkert mikið i að halda þéttann hóp en erum þó meðvitaðir um að allir skili sér á einhverja staði þar sem við þéttum, reiknum með að ræðarar geti haldið frískum hraða i hverju sem er.

ekkert gjörgæslu dæmi i boði.

ef þú hefur áhuga á að æfa allskonar rugl og busl i öllum veðrum eru meira en velkomin.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 08:52 #3 by Bergþór
Kanske þarf ég að vera kominn lengra áður en ég fer að blanda mér í
buslogbjörgun hópinn. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 17:44 #4 by SAS
Þriðjudagsróðrar hafa verið reglulegir síðan við byrjuðum á þessum BCU æfingum fyrir 2-3 árum.
Til að byrja með var mikið hraðróður (kransæðalosandi róður), oft þ.a. að einn tók að sér hlutverk hérans og hinir eltu.
Ef einhverja öldu er að finna, þá er hún nýtt í leik og æfingar.
Þá höfum við farið, en allt of sjaldan, í surf, í Þorlákshöfn, Sandvík og Gróttu.
Síðustu mánuði hafa þriðjudagsróðrar færst út í meira busl og minni róður með allskonar björgunaræfingum, klettaklifri osfrv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 16:46 #5 by Bergþór
Ljómandi lýsing hjá þér Gísli, eins og við mátti búast. Ljóðrænt og skemmtilegt. En--- eru róðrar á þriðjudögum regla eða hending?
Vildi gjarnan vera með á þriðjudögum. Helgarnar eru oftast "bókaðar"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2012 22:08 #6 by Gíslihf
Þarna reru Lárus, Gunnar Ingi, Ágúst Ingi, Eymi, Egill, Guðni Páll og undirritaður. Það var skjól í fyrstu á Eiðinu, en norðan suðupottur austan við Geldinganes sem náði að Veltuvík og svo var einnig vindstrengur vestan við Geldinganes. Róið var móti vindi og umhverfis Þerney og svo farið á undanhaldi með öldunni að vesturenda Geldinganess. Þðá var vindur að detta niður.

Guðni Páll brá sér þá inni í klettavík og þóttist vera í öngviti um einn til tvo metra frá bjarginu en kallaði "Jæja Gísli" um leið og hann valt út úr bátnum. Ég hef þá sögu ekki lengri en alltaf er þetta skemmtilegt.

Svo brá sólin bjarma yfir hafið og hér eru nokkrar myndir.
picasaweb.google.com/gislihf/M201210Fing...v1sRgCMbmwuLM7-fVxwE

Þegar komið var í land var sól sest og máninn lagði silfurborða inn allan Leiruvog, en mín myndavél ræður ekki við svo litla lýsingu, því miður því það var heillandi.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2012 19:18 #7 by Ingi
Góð hugmynd. Kem með þér. :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2012 18:25 #8 by Gíslihf
Ég stefni á róður eftir vinnu á morgun - mæting 16:30 - 17 á Eiðinu við Geldinganes.
Það eru góðar fréttir að Jeff Allen skuli hafa veitt Magga réttindi til að kenna námskeiðin hans og ég óska Magga til hamingju með það. Ég var einmitt að hugsa um tiltekna björgun sem gekk fremur brösulega í BCU matinu í s.l. viku, en þá lá meðvitundarlaus ræðari í sjónum við hlið bátsins (leikið) og var verkefnið að koma honum í bátinn og draga hann í land á réttum kili! Þetta væri fínt að æfa, ef þrír eða fleiri mæta. Ég veit um nokkur atriði sem voru ekki í lagi í þessu tilviki og allt sem á að virka í raun þarf að æfa.

PS: Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá hafa þriðjudagsróðrar verið bæði þrekþjálfun og tækniæfingar fyrir þá sem eru komnir lengra en byrjendur og þannig nokkuð öruggir í vindi og vondu sjólagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum