Það var löngu tímabært að fá þessa umræðu inn á korkinn. Algjör snilld.
Það er nokkuð rétt sem þú bendir á að það vantar góðan stað þar sem að byrjendur í straumkayakróðri geta komið og æft sig aðeins áður en þeir demba sér í hvítánna. Í gamladaga þegar ég var að byrja var hægt að fara í Elliðaárnar þegar gamla virkjunin var keyrð. Þá var algengt að 5-10 manns væru saman komnir við æfingar á kvöldin. En svo var keyrslutíma virkjunarinnar breytt þ.a. hún var bara keyrð á skrifstofutímum og þessar kayakæfingar lögðust af. Síðan þá hefur vantað aðstöðu í Reykjavík til að æfa straumkayakróður. Það er auðvitað enþá hægt að fara undir brúnna við Grafarvog, en það er frekar einhæfur staður til lengdar.
Einu sinnu fóru menn í Ölfusánna fyrir neðan Selfoss. En þar eru léttar flúðir og fínt að fara með byrjendur. Gallinn er reyndar sá að áin er flenni breið þannig að það þarf að passa upp á að vera ekki að synda í hennri miðri. En þarna urðu svo árekstrar við stangveiðimenn sem enduðu með dómsmáli. Síðan þá hefur ekki verið mikið farið.
En hvað er þá til ráða? Hvítáin hún er alltaf þarna, en eins og þú bendir á þá er varla aftur snúið þegar lagt er í hann. En það þarf ekki að vera svo slæmt. Í fyrstalagi er fínt fyrir byrjendur að fara frá Brúarhlöðum, neðar en Veiðistaðurinn. Ef maður er í góðum hópi vanra ræðara (þeir eru sjaldséðir nú til dags) er þetta ekki of erfitt fyrir flesta. Ef að enginn kayakræðari getur fylgt manni niður ánna þá er raftingfyrirtæki sem fer reglulega þessa leið. Krakkarnir sem vinna þar eru öll mjög vingjarnleg og eru meira en til í að passa upp á valta byrjendur. Það þarf bara að hringja upp á raftingbeisið á Drumbodsstöðum og tala við þau.
Eins og þú bendir á þá eru ekki margir sem eru að róa straumkayak og þeir sem eru að róa eru ekki vel tengdir Kayakklúbbnum. Ástæðan fyrir því er kannski lítil samskipti straumkayakræðara og sjókayakræðara í seinni tíð. Það er til dæmis þessi týpíska lína sem maður heyrir "þetta sjókayaklið eru bara gamlingjar" og svo "þessir helvítis straumunglingar geta ekki einu sinni girt sig almennilega". Þetta vitum við öll að er bara vitleysa, það eru til ungir og aldnir sjó og straumkayakræðarar. Sumir vilja adrenalínið aðrir vilja kyrðina, upplifunina og eitthvað fleira, þetta á við báða hópana.
Þetta með áhættu og hetjustílinn sem þú nefnir er mjög skemmtilegt að lesa frá manni sem réri einn í kringum landið. Það byrjar enginn á því að róa í kringum landið eða smella sér niður risa flúð eða stórann foss. Eins og allta annað þarf að byrja á grunninum og taka lítil skref. Þannig að þegar að Jói Kojak setur inn myndband úr Tungufjlótinu þá lítur það kannski út fyrir að vera hetjuróður fyrir þann sem hefur enga reynslu. En með smá æfingu nær maður tökum á þessu og Tungufljótið er ekki svo skelfilegt lengur. Þá er kannski farið í Austari Jökulsá, hún er skelfileg fyrst en svo nær maður vel tökum á henni og fer í Garðsánna, og sagan endurtekur sig. Eins með risa fossa, fyrst byrja menn á littla fossinum í Ytri Rangá, svo stærri littla fossinum í Rangánni, svo Faxa, Goða,... Þannig að það sem lítur út eins og áhættu róður fyrir óvana er í raun bara eins og að hjóla án hjálparadekkja, ekkert mál ef maður er búinn að æfa sig. Þessi svokallaði hetjuróður er auðvitað miklu meira spennandi áhorfs en róður á flötum ám. Það stunda fáir áhættu róður. Þeir sem þar gera enda yfirleitt á því að slasa sig eða hræða sig og hætta að róa mjög snemma.
En kjarninn í þessu öllu er að það vantar nýliða í straumkayakróðurinn. Þegar ég byrjaði var mjög góður hópur ræðara sem tók á móti mér. Þetta var c.a. 5-10 manna kjarni sem var á ýmsum stigum og réri saman. Síðan þá hafa einvherjir bæst í hópinn og margir dottið úr af ýmsum ástæðum. Einhverjir urðu hræddir, en það var bara mjög lítill minnihluti af straumkayakræðurunum. Flestir eignuðust börn, fluttu til útlanda, urðu gamlir, eða byrjðu á krossurum.
Kayakklúbburinn skipuleggur árlega nýliðaferð í Hvótá, það er tilvalið fyrir forvitna að smella sér í hana. Þegar ég var að byrja hét þetta reyndar sjóakayakferð í Hvítánna og var farin til að leyfa sjókayakræðurum að prufa strauminn. Það hefur ekki verið mega mæting úr sjóhópnum lengi, svo ég viti, en því er auðvelt að breyta. Svo var alltaf farið í Galtalækjarskóg og þar settar upp æfingabúðir eina helgi. Við Galtalækjartjaldsvæðið er lítil flúð, Leikfangaland, sem er upplögð til æfinga. Svo má róa ánna alla, en það hentar vel byrjendum.
Það er gaman að einhver sé að pæla í þessu og bara vonandi að þú náir að sjanghæja einhverja áhættu ræðara með þér í strauminn. Svo fyrir þá sem vilja vera sjálfstæðir þá gerði ég eitt sinn þetta
kayakkort
. En það hefur ekki enn ratað inn á internetið.