Straumróður og byrjendur

08 okt 2012 09:49 #1 by Gíslihf
Hann er fimur þessi drengur og hefur trúlega "fæðst með árina í hendi". Það verður mér tilefni til að nefna það í tengslum við kort JSA yfir róðrarleiðir í ám að mikilvægast er að finna staði sem henta fyrir kennslu og byrjendur nálægt þéttbýli.
Við mundum ekki sjá marga góða knattspyrnumenn eða sundmenn ef fara þyrfti með krakkana um 100 km á næstu æfingu eftir skóladaginn. Gætum við fundið eða jafnvel útbúið æfingastaði nálægt Reykjavík og nágrenni, Selfossi!, Ísafjarðarkaupstað, Akureyri og Egilsstöðum? Það er auðvelt og heppilegt að byrja á sléttu vatni og þar má æfa og læra margt, en markmið flestra væri væntanlega að fást við öldur sjávar eða straum í ám.
Ræðum það svo við ráðamenn sveitarfélaga og íþróttahreyfingarinnar í tengslum við búnað og skipulag landsins gæða.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2012 19:22 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumróður og byrjendur
Þetta er hresst

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2012 12:09 #3 by Gummi
Í þrjú ár í röð fórum við í Hvítá þriðju helgina í des vegna þess að það voru svo miklir vatnavextir að við sáum fram á að aldan á veiðistað var alveg frábær.
Síðan var surfað við suðurströndina ef færi gafst megnið af vetrinu. En ég verð þó að viðurkenna að mér finst meira gaman að fara á skíði eftir áramótin og tók það fram yfir að róa.
Ein af ástæðunum fyrir því að straumvatnsróður hefur minkað svona mikið er sökum þess að eins og Gísli bendir réttilega á að hetjuskapurinn bar sportið ofurliði og þegar engin úr Old Boys´s var lengur til í að fara í Hvítá eða Ytri Rangá um helgar með nýliða megnið af sumrinu, Þá datt botnin úr tunnuni.

Ég fór eitt sinn nýlega í Tungufljót með miklum köppum sem töldu mér trú um að þeir væru færir í flestan sjó, enda með flotta creek báta og illa fengnar svuntur frá klúbbnum. Það er stutt frá því að segja að þeir syntu og syntu og syntu og auglýstu síðan bátana til sölu fljótlega eftir ferðina. Þeir höfðu farið nokkrar ferðir í Hvítá og töldu sig vera færa í flest vötn eftir það, enda hafði innlimaður kayakmaður talið þeim trú um að þetta væri sko ekkert mál. Þetta sama sumar týndi einn ágætur félagi okkar bátnum sínum í Tungufljóti en fann hann síðan aftur skammt frá þeim stað sem báturinn glataðist strandaður á steini. Bátnum náði hann aftur en ég held að hann hafi ekki farið margar ferðir í straumvatn eftir þetta.
Með þessum orðum vil ég benda á hvernig hetjuskapurinn getur auðveldlega borið menn ofurliði ef ekki er farið rétt af stað í sportinu.

Ef engin með réttu ráði er til staðar til að leiðbeina mönnum réttu leiðina og menn lenda í því að ofmeta eigin getu þá fælast nýliðarnir bara í burtu þegar þeir ætla sér um of miðað við eigin getu.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2012 09:26 #4 by Jói Kojak
Það vantar miklu fleira fólk í strauminn. Miðað við hvað landið hefur uppá að bjóða, þá fyndist mér eðlilegt að það væru nokkur hundruð manns sem stunduðu þetta sport en ekki tíu til tuttugu. Nákvæmlega hvernig maður fjölgar fólki veit ég ekki. Ég veit þó að það þarf einhvers konar átak, adrenalínsprautu kannski.
Guðni veltir því upp með róðrartímann; hvort hægt sé að róa allt árið. Svarið er já. Við höfum t.d. farið í gamlársróður í Ytri-Rangá nokkrum sinnum. Vissulega dálítið kalt en ef búnaðurinn er góður, þurrgalli etc, þá er þetta ekkert vandamál. Stærsta hindrunin er hugarfarið. Síðasta vetur fór ég t.d. oft í Elliðaárnar einn míns liðs og "lappaði" stuttan kafla fyrir ofan göngubrúnna. Af því að mig langaði á kajak.
Annars virðist vera komin einhver hreyfing frammávið í sportinu. Það eru hugmyndir og pælingar í gangi um að koma á fót námskeiðum fyrir byrjendur. Vonandi verður það að veruleika. Ferlið er komið af stað, en ég veit ekki hversu miklu ég má slúðra að svo stöddu.

En endilega reynum að sjanghæja fleira fólk inn í sportið. Hvort sem það eru algjörir byrjendur eða sjókajakfólk. Þetta er frábært sport að öllu leyti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2012 16:54 #5 by Guðni Páll
Skemmtileg ummræða sem á sér stað hérna, Ég hef hugsa um nokkurn tíma hvað mér langar að prófa strauminn ég er mjög virkur sjókayakræðari og er orðinn þokkalegur á þeim vígvelli, en það er einhvað sem hindrar að ég skelli mér í stauminn gæti verið að ég er fyrir vestan yfir sumar tíman en er ekki hægt að stunda stauminn framá vetur? Allavega þá er ég spenntur fyrir þessu sproti en eins og Gísli segir þá þarf ég sennilega að byrja á byrjunarreit eins og allir aðrir. Svo er það annar vinkil í þessu, ég á ekki bát í þetta og þarf vissulega leiðsögn til að skella mér í árnar. Spurning hvort það sé einhver til í að vera svona tengiliður í straumnum fyrir okkur sem erum áhugasamir.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 21:47 - 03 okt 2012 21:49 #6 by Steini
Já, það er synd hvað nýliðunin í straumvatnssportinu hefur dregist saman, sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því, en sennilega sú veigamesta að aðstaðan í Elliðaánum er ekki nothæf lengur. Það var ómetanlegt að hafa þessa aðstöðu hér í túnfætinum, þótt hún hafi aðeins verið nothæf síðla vetrar og snemma vors.

Umræða hér á korknum ýtir kannski við mönnum, eru einhverjir „straumvatnsdútar „ þarna úti sem koma hérna við á Korknum ?? Þá endilega látið í ykkur heyra.

Linkur að þessu fína korti þínu, Jón, er núna á tveim stöðum á heimasíðunni okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 18:16 #7 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Straumróður og byrjendur
Það var löngu tímabært að fá þessa umræðu inn á korkinn. Algjör snilld.

Það er nokkuð rétt sem þú bendir á að það vantar góðan stað þar sem að byrjendur í straumkayakróðri geta komið og æft sig aðeins áður en þeir demba sér í hvítánna. Í gamladaga þegar ég var að byrja var hægt að fara í Elliðaárnar þegar gamla virkjunin var keyrð. Þá var algengt að 5-10 manns væru saman komnir við æfingar á kvöldin. En svo var keyrslutíma virkjunarinnar breytt þ.a. hún var bara keyrð á skrifstofutímum og þessar kayakæfingar lögðust af. Síðan þá hefur vantað aðstöðu í Reykjavík til að æfa straumkayakróður. Það er auðvitað enþá hægt að fara undir brúnna við Grafarvog, en það er frekar einhæfur staður til lengdar.

Einu sinnu fóru menn í Ölfusánna fyrir neðan Selfoss. En þar eru léttar flúðir og fínt að fara með byrjendur. Gallinn er reyndar sá að áin er flenni breið þannig að það þarf að passa upp á að vera ekki að synda í hennri miðri. En þarna urðu svo árekstrar við stangveiðimenn sem enduðu með dómsmáli. Síðan þá hefur ekki verið mikið farið.

En hvað er þá til ráða? Hvítáin hún er alltaf þarna, en eins og þú bendir á þá er varla aftur snúið þegar lagt er í hann. En það þarf ekki að vera svo slæmt. Í fyrstalagi er fínt fyrir byrjendur að fara frá Brúarhlöðum, neðar en Veiðistaðurinn. Ef maður er í góðum hópi vanra ræðara (þeir eru sjaldséðir nú til dags) er þetta ekki of erfitt fyrir flesta. Ef að enginn kayakræðari getur fylgt manni niður ánna þá er raftingfyrirtæki sem fer reglulega þessa leið. Krakkarnir sem vinna þar eru öll mjög vingjarnleg og eru meira en til í að passa upp á valta byrjendur. Það þarf bara að hringja upp á raftingbeisið á Drumbodsstöðum og tala við þau.

Eins og þú bendir á þá eru ekki margir sem eru að róa straumkayak og þeir sem eru að róa eru ekki vel tengdir Kayakklúbbnum. Ástæðan fyrir því er kannski lítil samskipti straumkayakræðara og sjókayakræðara í seinni tíð. Það er til dæmis þessi týpíska lína sem maður heyrir "þetta sjókayaklið eru bara gamlingjar" og svo "þessir helvítis straumunglingar geta ekki einu sinni girt sig almennilega". Þetta vitum við öll að er bara vitleysa, það eru til ungir og aldnir sjó og straumkayakræðarar. Sumir vilja adrenalínið aðrir vilja kyrðina, upplifunina og eitthvað fleira, þetta á við báða hópana.

Þetta með áhættu og hetjustílinn sem þú nefnir er mjög skemmtilegt að lesa frá manni sem réri einn í kringum landið. Það byrjar enginn á því að róa í kringum landið eða smella sér niður risa flúð eða stórann foss. Eins og allta annað þarf að byrja á grunninum og taka lítil skref. Þannig að þegar að Jói Kojak setur inn myndband úr Tungufjlótinu þá lítur það kannski út fyrir að vera hetjuróður fyrir þann sem hefur enga reynslu. En með smá æfingu nær maður tökum á þessu og Tungufljótið er ekki svo skelfilegt lengur. Þá er kannski farið í Austari Jökulsá, hún er skelfileg fyrst en svo nær maður vel tökum á henni og fer í Garðsánna, og sagan endurtekur sig. Eins með risa fossa, fyrst byrja menn á littla fossinum í Ytri Rangá, svo stærri littla fossinum í Rangánni, svo Faxa, Goða,... Þannig að það sem lítur út eins og áhættu róður fyrir óvana er í raun bara eins og að hjóla án hjálparadekkja, ekkert mál ef maður er búinn að æfa sig. Þessi svokallaði hetjuróður er auðvitað miklu meira spennandi áhorfs en róður á flötum ám. Það stunda fáir áhættu róður. Þeir sem þar gera enda yfirleitt á því að slasa sig eða hræða sig og hætta að róa mjög snemma.

En kjarninn í þessu öllu er að það vantar nýliða í straumkayakróðurinn. Þegar ég byrjaði var mjög góður hópur ræðara sem tók á móti mér. Þetta var c.a. 5-10 manna kjarni sem var á ýmsum stigum og réri saman. Síðan þá hafa einvherjir bæst í hópinn og margir dottið úr af ýmsum ástæðum. Einhverjir urðu hræddir, en það var bara mjög lítill minnihluti af straumkayakræðurunum. Flestir eignuðust börn, fluttu til útlanda, urðu gamlir, eða byrjðu á krossurum.

Kayakklúbburinn skipuleggur árlega nýliðaferð í Hvótá, það er tilvalið fyrir forvitna að smella sér í hana. Þegar ég var að byrja hét þetta reyndar sjóakayakferð í Hvítánna og var farin til að leyfa sjókayakræðurum að prufa strauminn. Það hefur ekki verið mega mæting úr sjóhópnum lengi, svo ég viti, en því er auðvelt að breyta. Svo var alltaf farið í Galtalækjarskóg og þar settar upp æfingabúðir eina helgi. Við Galtalækjartjaldsvæðið er lítil flúð, Leikfangaland, sem er upplögð til æfinga. Svo má róa ánna alla, en það hentar vel byrjendum.

Það er gaman að einhver sé að pæla í þessu og bara vonandi að þú náir að sjanghæja einhverja áhættu ræðara með þér í strauminn. Svo fyrir þá sem vilja vera sjálfstæðir þá gerði ég eitt sinn þetta kayakkort . En það hefur ekki enn ratað inn á internetið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 18:03 #8 by Steini
Ánægður með þig Gísli :)

Mín væri ánægjan að hjálpa svona köllum eins og þér á stað í straumvatninu. Þótt ég hafi aðeins sest tvisvar í straumkayak á þessu ári hefur fátt gleymst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2012 13:58 - 03 okt 2012 16:07 #9 by Gíslihf
Jón Skírnir biður mig að skýra betur hvað ég meini með staðhæfingu, sem ég setti á sölusíðuna í tengslum við fyrirspurn um „creek“ bát. Ég ætla að gera það en færi mig um leið yfir á umræðusíðuna.
Nýlega skrifaði ég á Korkinn undir heitinu „Go Canoeing“:
Hér heima eru nokkrir einstaklingar færir að róa kayak í straumvötnum og allstór hópur stundar róður á sjókayak. Virkasti hluti sjókayakmanna hér stenst vel samanburð við þá færustu meðal annarra þjóða. Meðal nágrannaþjóða eru stórir klúbbar, sem eiga fjölbreyttan búnað til að lána og hafa oft þjálfara í starfi og þannig getur ungt fólk prófað sig áfram og náð árangri í keppnisgreinum, sem er of seint fyrir okkur sem erum komin yfir miðjan aldur. Ég sé ekki að slíkt geti orðið hér vegna fámennis, nema eitthvert íþróttafélag eða bæjarfélag tæki það upp í dagskrá sína.
Fylkir Sævarsson brást við með ágætu innleggi um möguleika þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur, jafnvel 60+ ! Bretar leggja reyndar mikla áherslu á LTPD í fræðslu fyrir kennara/þjálfara, en þetta stendur fyrir „Long Term Paddler Development“. Langtímaþjálfun (afreks)ræðara hefst hjá þeim á barnsaldri, sem ég er ekki beint að mæla með.

Síðan skrifaði ég sem svar við spurningu Jóa um hvað ég ætlaði að fara að gera við straumbát: "Reyndar virðist mér það vera vandamál, að engir eru hér að stunda straumróður, nema þá í einhvers konar áhættu og hetjustíl, sem hentar mér ekki vel á þessu stigi."

Fyrst biðst ég afsökunar á að nota alhæfingu, „engir“ er óheppilegt orð, fáir væri betra t.d. Það sem vakir fyrir mér með báðum þessum greinum er að ræða um litla möguleika þeirra sem eru byrjendur í róðri hér. Í fyrra tilvikinu var ég að hugsa um börn, unglingar og ungt fólk, en í seinna tilvikinu get ég viðurkennt að ég var að hugsa um sjálfan mig. Það að láta sig vaða niður Hvítá frá Veiðistað fyrir byrjanda er svipað og að fara í fallhlífarstökk eða síga niður í fuglabjarg í fyrsta sinn. Það er um að ræða að hrökkva eða stökkva, það hefur enginn grunnþjálfun farið fram í viðráðanlegu öruggu umhverfi. Myndböndin sem birtast af og til hjá okkur frá straumróðri eru í þessu sem ég kalla áhættu og hetjustíl, annað þekkjum við „almúginn“ ekki. Annað sem mig grunar, án þess að þekkja vel til er að fækkun í hópi straumræðara sé stundum vegna þess að þeir hafi farið af stað á æskukjarki og adrenalíni, farið fram úr eigin færni og getu og jafnvel staðið frammi fyrir lífsháska og síðar ákveðið að leggja þetta til hliðar sem ábyrgir verðandi fjöskyldufeður.

Að lokum nokkuð sem kann að koma á óvart. Fyrir um 10 árum þegar ég fór fyrst að hugleiða að skoða kayakróður, þá var straumróður aldrei valkostur í mínum huga. Það var adrenalínsport fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 í mesta lagi. Nýlega áttaði ég mig á því að þetta má læra eins og hvaða annað, jafnvel þótt adrenalínsprautan sé orðin seinvirkari og hættan jafnvel liðin hjá þegar hjartslátturinn er kominn á fulla ferð.

Hvernig væri nú að bjóða upp á tækifæri til að læra grunnatriði, sem ekki er hægt að læra í sundlauginni ?

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum