Að loknum Friðarsúluróðri

11 okt 2012 08:24 #1 by Ingimundur
Þakka gott kvöld og fyrir myndirnar Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2012 22:53 #2 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2012 13:30 #3 by Bergþór
Ljómandi skemmtilegt. Öll stjórn til fyrirmyndar. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt friðarkvöld.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2012 13:21 - 10 okt 2012 13:21 #4 by Össur I
Frábært kvöld.
Allt til fyrirmyndar :woohoo:

Takk fyrir mig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2012 10:51 - 10 okt 2012 11:05 #5 by Sævar H.
Það var góð stemning á Geldingarnes eiðinu þegar kayakfólkið fór að streyma að um kl 18 í gærkvöldi til róðra út í Viðey.
Og tilefnið var ekki lítið.
Að vera viðstödd tendrun friðarljóssins hennar Yoko Uno ekkju John Lennon. Sannalega atburður í heimsmenningunni.
Veður var mjög gott til loftsins og sjórinn stilltur.
Ekki hafa fleiri róðrarfélagar komið saman til fjöldaróður sem nú – eða tæplega fjörutíu manns .

Sannalega flottur floti sem ýtti úr vör á Eiðinu í Geldinganesi um kl 19:15 og tók stefnuna á Viðey.
Róið var um Fjósakletta og að austasta enda Viðeyjar þar sem stefnan var sett á Þórsnesið.
Og síðan var róið nálægt landinu í átt að Viðeyjarbryggju en varlega þurfti að fara vegna báta og skipaumferðar til Viðeyjar ,enda verið að flytja 1700 manns til hátíðarinnar.
Við rérum undir bryggjuna af öryggisástæðum.

Og lent var í Virkisfjöru ,sem er neðan við Friðarsúluna, rétt fyrir kl 20. Margmenni var samankomið við Friðarsúluna þegar við paufuðmst upp snarbratta brekkuna uppúr fjörunni.
Og kl 20 flutti Yoko Ono ávarp og kveikt var á Friðarsúlunni meðan lög Lennons hljómuðu .
Það gekk smá regnskúr yfir sem gerði friðarljósið enn áhrifameira í myrku umhverfinu.
Flott athöfn.
Og þegar Friðarsúlan lýsti af fullum styrk snéri kayakfólkið til sinna farkosta þarna í koldimmri Virkisfjörunni- sumir misstu fótana í brattri brekkunni og fengu hraðferð niður í fjöruna- og síðan var ýtt á flot.

Heimferðin var hafin.
Sama leið var róin til baka .
Og nú var myrkið enn svartara en á útleiðinni.
Knálega var róið í þéttum hópi .
Og lent var við Eiðið uppúr kl 21. 8,25 km róður í heimsmenningunni.

Róðrarstjóri var Örlygur Steinn. Hann hélt vel utan um allt



Gísli hélt róðrarforystunni -flott hjá Gísla


Yoko Ono ávarpaði samkomuna og tendraði friðarljósið


Friðasúlan steig til himinsins





Frábær ferð. Takk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum