Félagsróður 13.10.

13 okt 2012 17:48 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Félagsróður 13.10.
svaf til 9:30 :whistle:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2012 14:56 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróður 13.10.
Þið eru kappar. Var þetta ekki veður sem á að vera í æfingaróðrum á þriðudögum en ekki í félagsróðri? Ef einhver vill heyra mína afsökun, þá var ég í bílskúrnum að mála gluggalista og hlusta á Gufuna, veðrið var heppilegt til þess.

Um þá sem urðu eftir í kaffispjalli vil ég segja að það er líka mikilvægt. Hvenær gefa félagar sér tíma til að ræða málin og framtíðardrauma og fræða hver annan, jafnvel um fleira en græjurnar. Ég hef nefnt það kaffiróður eða gámaróður :)
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2012 13:06 #3 by Guðni Páll
Það er nú allt í góðu að taka fram hverjar afsakanir þeirra voru:)
Svenni : Ég datt í pollinn á leið inn
Þóra: Heilsan er að stríða mér ( aðeins og mikið í gær)
Klara: Þóra nennir ekki :D

En annars fínn róður og alltaf jafn hressandi að byrja daginn svona.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2012 12:52 #4 by Larus
Félagsróður 13.10. was created by Larus
Það var hálfgert skítaveður i höfuðstöðvunum i morgun, austan strekkingur og rigning sem setti mark sitt á róðrar vilja félagsmanna, tíu mættu á svæðið, einhverjir til að fá sér kaffi og bulla einhverjar afsakanir fyrir að róa ekki.

Fimm ræðarar fóru út austanmegin á móti vindi og öldu, norðan við Geldinganesið var ágætis lens út á vesturenda þar sem fjarann var þrædd uppí i grjóti og síðasti leggurinn var fínasta puð heim i höfuðstöðvar.
Guðni, Palli Reynis, Eymi, Gunnar Ingi og undirritaður réru.
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum