Ég rakst fyrir tilviljun á þætti frá Riaan og Dan sem eru nýbyrjaðir í sýningu á Travel Channel sem næst á fjölvarpi Stöðvar 2.
Þetta eru hvorki meira né minna en 13 þættir, hver um sig klukkutíma langur, og nú um mundir er verið að sýna þátt nr. 3 sem byrjar á Þórshöfn. Hver þáttur er endursýndur 4 sinnum sýnist mér og nýr þáttur vikulega.
Hér
er yfirlit yfir þættina og hvenær þeir eru sýndir.
Ég held að ég hafi aldrei heyrt hádramatískari þul en þann sem útskýrir þarna allt, og m.a. fær maður að vita að hér sé svo geypikalt að innfæddir kayakræðarar geti með engu móti róið á veturna
En það skal ekki af þeim tekið að þetta er alveg ótrúlegt afrek. Dan var nú ekki mjög burðugur þegar maður hitti hann hérna fyrir róðurinn en hann er bara eins og heypoki þegar þeir eru búnir að róa 5-6 tíma og eru að koma í land og Riaan er að drösla honum upp í fjöru. Ég bara skil ekki hvernig þeim tókst þetta.