ThePaddler - Ræðarinn

28 okt 2012 22:18 - 28 okt 2012 23:00 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: ThePaddler - Ísland
Jón Skírnir benti nýlega á grein þar sem Mark Hirst kom við sögu og nokkur myndbönd um róður á íslensku ánum. Hér er linkur á grein eftir Mark Hirst:
www.thepaddler.co.uk/expiceland.html
Þessa grein má finna á valseðli undir Expeditions - Europe - Iceland.

Mark segir: Iceland is probably one of the few remaining European kayaking hotspots still to be truly discovered. Big waterfalls, clean undisturbed rivers and some mind blowing creeking, mixed in with some of the biggest volume runs in Europe, which in time could come to compete with European neighbours such as Norway and Italy.

Í grein sem Jón S vísar í segir m.a.: The Austari jökulsa is without a doubt one of the silent giants of the European rafting world. If you ask any raft guides or rafting fans to name there 3 top European rafting rivers I am sure you would hear river names such as the Inn, Coruh, Ubaye. It is very rare you hear the name of the Austari Jökulsa mentioned.

Enda þótt við vissum ekki meira en þetta, getum við ályktað að ferðamenn sem streyma munu hingað á næstunni, verða m.a. straumkayak-endur.

Það væri gott ef við gætum verið til leiðsagnar og látið þá vita að ganga ber vel um landið, ekki aka út í mela á vorin þegar frost er í jörðu - eða bara fara eftir reglum. Margir halda að hér séu engar reglur, bara ævintýri og allt leyfilegt. Það er nefnilega nánast ekkert leyfilegt í UK.

Erlendar heimsóknir geta orðið sportinu hér til uppdráttar, vel mætti láta fréttmenn vita, en þær gætu einnig orðið til að afla okkur óvina meðal bænda og annarra og slys væru alverst.

Kveðja,
Gísli H. F.
The following user(s) said Thank You: jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2012 21:09 #2 by Gíslihf
Hér er áhugaverð vefsíða og ný að ég held:
thepaddler.co.uk/

Þar er hægt að smella á Veftímarit um kanó/kæjak-róður ThePaddler Magazine, og fá upplýsingar um róðrarmálefni í UK.

Fellilistarnir eiga trúlega eftir að lengjast ef þessi síða nær vinsældum.

Þeir segja "paddling" not "rowing" en við notum sama orðið fyrir hvoru tveggja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum