Moggamyndir

20 okt 2012 20:23 - 20 okt 2012 20:25 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Moggamyndir
Góðar myndir öll röðin og góður ljósmyndari sem Rúnar hefur sent.

Já það er eins og ég sé verulega massað vöðvatröll þarna, en það er bara dulargervi :blush: Svipurinn er líka nokkuð skuggalegur enda bjuggumst við alt eins við að velta í straumnum ! Það ber að hafa í huga að við erum byrjendur á kanó í svona aðstæðum en eigum vafalaust eftir að ná meiri færni með tímanum. Þar sem við beittum kröftum ótæpilega til að komast yfir strauminn á að vera hægt að þvera með lagni og mýkt í stað átaka.

Guðni Páll er reyndar aðalfyrirsætan í þessari myndaröð og sýnir þar góða takta enda í sínum Nordkap með grænlenska prikið. Ég held samt að venjulegur áhorfandi þarna á göngubrúnni átti sig ekkert á því hvað er leikni og hvað eru byrjendataktar.

Hvað sem um þetta má segja, þá er það skemmtilegt og reyndar helst þegar maður er að læra eitthvað nýtt og ná betri tökum á því.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2012 17:13 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re: Moggamyndir
Gaman að þessu. Mér sýnist Gísli hafa farið í Batman búninginn innan undir B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2012 15:34 #3 by SAS
Moggamyndir was created by SAS
Mogginn var með forsíðumynd í gær af Gísla og Örlygi á kanó. Getið séð allar myndirnar á

www.mbl.is/frettir/myndasyrpa/1608/#39903

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum