Félagsróður 03.11.2012

03 nóv 2012 13:47 - 03 nóv 2012 14:08 #1 by Sævar H.
Það er mergur í ykkur ennþá. Flott hjá ykkur. Já veðurhamurinn var gríðarlegur. Og þegar vindhviðurnar höfðu farið yfir Geldinganesið hafa þær skollið af feikna krafti á Gufunesströndina eins og merkin sýna-bryggjustúfurinn farinn og sæþotuaðstaðan. Góður fréttapistill hjá þér GummiB B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2012 13:11 #2 by GUMMIB
Félagsróður 03.11.2012

Mætti rétt fyrir 9:30 fyrir utan gámana og hitti þar Eyma. Við reyndum að opna gámana en hættum fljótlega við það og ákváðum að hætta við og fara heim.

Á heimleiðinni mættum við Guðna Pál og snerum við á eftir honum. Guðni var með vatnsflösku og tókst honum að skola hengilásana þannig að þá var engin afsökun að skella sér ekki í róður.

Mikið hefur gengið á þarna í óveðrinu undanfarna daga, sandhaugur á
pallinum, gámarnir sandblásnir, lásar fullir af sandi og sandur um allt inni í eldhúsgámnum.

Við fórum út vestan megin á eyðinu og rerum að Fjósaklettum. Það
var sæmilegur sláttur á leiðinni og við klettana haugasjór.

Við hringuðum klettana og snerum til baka. Þetta voru bara fínar
aðstæður til róðurs, gaman að láta aðeins vagga sér. Enginn ofsa vindur
eða neitt slíkt.

Aðstöðuhús sjóþotumanna ásamt bryggju höfðu fengið að
smakka á veðuhamnum. Aðeins horngrindin af húsinu stóð uppi
en bryggjuna var hvergi að sjá.

Ég man aldrei eftir svona veðri þann tíma sem ég hef verið að
róa frá Geldingarnesinu.

GummiB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum