Félagsróður 10. óv. 2012

10 nóv 2012 19:00 #1 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2012 15:59 #2 by Gíslihf
Takk fyrir góðan pistil Össur.
Ég verð þó að leiðrétta atriði sem lítur afar illa út fyrir okkur 4* gædana.
Ég fylgdist með Sigurjóni og að hann var að dragast aftur úr að hann fór nær landi en við. Ég tók líka eftir að Sveinn Axel var að líta aftur og fylgjast með honum og það hafa vafalaust allir hinir 4* ræðararnir líka gert, því að þú veist að við erum felldir í prófinu ef það klikkar í eina mínútu eða svo. Þegar hann fór síðan upp í fjöru sneri ég við og var fyrstur til að tala við hann en síðan komst þú á eftir mér og bauðst til að verða honum samferða sem var fínt.

Við verðum að gæta okkar í þessum frásögnum hér á vefnum, að aðrir lesa það sem við skrifum, sumir sem þekkja ekki til okkar og gætu snúið því gegn klúbbnum.

Annað er að hinn umræddi róður sem vakti umræðu um öryggismál og reglur var 12 júní 2008 og var ég staddur við brimurðina við vesturenda Viðeyjar þegar Jónas fór á hvolf og sund og var með í að bjarga honum og ýmislegt fór þar úrskeiðis, eins konar "domino" atburðarás en það er önnur saga.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2012 15:33 - 10 nóv 2012 16:00 #3 by Össur I
Verð aðeins að bæta við frásögn Gísla en ég var eiginlega búinn að ákveða að taka ekki þátt í þessari umræðu um öryggisstefnu klúbbsins þó mér finnist hún eigi fullan rétt á sér og trúlega er hægt að tína saman góða punkta úr skrifunum til að bæta hana eitthvað. En í róðrinum í morgun átti sér stað eitt incident sem má hugsanlega læra eitthvað af.

Ætla að byrja á því að lýsa því yfir að ég er á því að öryggisstefna klúbbsins í félagsróðrum sé nauðsynleg og á fullan rétt á sér. Hef oft heyrt talað um þennan alræmda „13. Júní“ róður og rætt um hann við róðrarfélaga minn Jónas sem oft er nefndur guðfaðir öryggisstefnunnar. Hins vegar finnst mér hún vera dulítið öfugsnúinn oft á tíðum og þá á þann veg að þegar róðarskilyrði er góð þá virðist ekkert vera mikilvægara en að fylgja ströngustu og ýtrustu kröfum og halda hópnum svo þéttum að maður nær varla andanum, en þegar skilyrði eru verri, veður verra, aldan meiri og erfiðara að hafa yfirsýn yfir hópinn þá er einhvern veginn oft á tíðum allt mun lausara í reipum, hópurinn dreifðari og allt slakara. Þetta mætti að mínu mati vera á hinn veginn enda fáir að taka myndir eða njóta náttúru í þeim aðstæðum heldur að njóta róðurs.

Svo er það hitt með ábyrgðina og þannig er þessu háttað í mínum huga að það er ég og enginn annar sem tekur ábyrgð á mér. Því tel ég mig hafa fullan rétt á að fara aðra leið en róðrarstjóri hefur ákveðið að fara með hópinn enda láti ég hann skýrt vita að mínum áætlunum og hvers vegna þær eru til komnar. Það gæti t.d. verið vegna þess að mér lítist ekki á áætlanir róðrarstjóra þær aðstæður sem ég tel þær hafa í för með sér eða eitthvað annað sem samræmist ekki áætlunum róðrarstjóra. Það að ég láti hann skýrt vita er þó háð því að ég nái sambandi við hann eða aðra félaga mína í hópnum sem ég teysti til að koma þeim til hans.

Það var akkúrat svona atvik sem átti sér stað í morgun, nema hvað að það var enginn róðrarstjóri formlega skipaður í félagsróðrinum. Hinsvegar hafði verið ákveðið var að róa Viðeyjarhring og skapaðist heilmikil umræða um hvort taka ætti kaffistopp eður ei en varðandi róðrarstjórn var ekkert ákveðið og enginn róðrarstjóri skipaður. Haldið var að stað og ákveðið að róa réttsælis um Viðeinna og nýta svo lensið heim en töluverður vindur blés að norðvestan 13m/s og 17 í hviðum. Við vorum ekki komin langt, áttum svona 350m eftir að Fjósaklettum, þegar ég heyri kallað fyrir aftan mig og lít við. Þá var Sigurjón M kominn upp í sandfjöruna vestan við Jetski leiguna. Hann hafði þá alveg frá því að við lögðum að stað verið smá saman að dragast afturúr og enginn okkar verið var við það. Hann sagði mér svo að hann hefði byrjað á því að kalla á okkur en við heyrðum ekki, þá greip hann til flautunnar og blés en við heyrðum ekki neitt heldur. Hann tók þá ákvörðun að hann hefði ekkert með okkur að gera í planlagðan Viðeyjarhring (springi bara á leiðinni) og ákvað að lenda upp í sandfjöruna og taka stöðunna. (yfirveguð ákvörðun og ekkert panik í gangi enda Kallinn búinn að sækja incident management námskeið hjá Jeff Allen 4* Bcu training o.fl.) . Við hin tókum samt ekkert eftir þessu fyrr en hann var þegar kominn uppí fjöruna og því töluverður tími greinilega þar sem við vissum ekkert um afdrif hans.
Þarna var eitthvað ábótavant í gangi og öryggisstefna klúbbsins sennilega ekki að virka. Ég tek þetta nú svoldið á mig þar sem ég hvatti Sigurjón til að koma og við gætum bara verið eftir tveir í Eiðisvíkinni og æft okkur eins og við höfðum gert áður í sama verðurlagi og spáð var ef honum litist ekki á aðstæður. Og það var akkúrat það sem við gerðum eftir þetta atvik og höfðum gaman af enda töluverður vindbarningur og vindalda í gangi. Hinir réru suður með Viðeinni og komu svo sömu leið til baka eins og skrif Gísla gera grein fyrir hér að ofan.
Drullu skemmtilegur róður :)
Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 nóv 2012 15:15 - 10 nóv 2012 15:19 #4 by Gíslihf
Undirritaður, Guðni Páll, Lárus, Páll R, Sveinn Axel og Þóra reru suður fyrir Viðey en Össi og Sigurjón héldu sig í Eiðisvíkinni, enda er Sigurjón enn ekki kominn með langa reynslu.
Veður var eins og spáð var, stöðugur norðan vindur 10-12 m/s en hvessti af og til upp í 15-20 m/s eins og sjá má á töflunni fyrir Geldinganes
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/hofudb...vaedid/#station=1480
Við slíkar aðstæður sýnir það sig hve vel við erum staðsett þarna á Eiðinu, það eru víkur bæði vestan og austan við Eiðið og hægt að velja hvora ströndina maður heldur sig við. Þannig er oftast unnt að velja sér aðstæður við hæfi.
Nokkur læti voru við Fjósakletta og ein aldan tók mig með sér spotta en sleppti mér rétt áður en hún fór í klettavegginn. Út af höfðanum við Virkisfjöru var mjög hvass strengur á móti, á að giska 20-25 m/s og miðaði hægt um stund. Í skjólinu undir höfðanum var rætt saman um að óráðlegt væri að fara fyrir vesturenda Viðeyjar.
Ég stefndi svo í skjólið undir Kattarnefi, syðst í Vestureynni en Guðni Páll þurfti að leika sér eitthvað í brotunum við Hákarlasker áður en hópurinn kom í land. Að því búnu var farið sömu leið til baka.
Hvað er orðið af örnefnakorti Viðeyjar á vefsíðu klúbbsins ?

Ég var með róðrarvettling á hægri hendi opinn í lófanum og er nú með þrjár blöðrur þar en slíkt hefur ekki hent mig í mörg ár !

Ástandið við "félagsheimilið" okkar ber greinilega merki óveðurs s.l. vikna. Það væri gott verk næst þegar er gott veður og frostlaust að hreinsa pallinn, smúla gámana og hreinsa og smyrja slár og lamir á hlerum gámanna. Það er erfitt að komast að bátunum eins og er.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum