Þegar mér, hér á árum áður, þóttu sjóferðir um eyjarnar á okkar bláu Sundum heillandi og eftirsóknarverðar-og þykir raunar enn í dag við góð skilyrði-þá setti ég hér á Korkinn kort af eyjunum ,einkum henni Viðey ,þar sem örnefni koma fram.
Þessi örnefni hafa verið kennileiti - einkum eyjamanna sjálfra, meðan byggð var í þeim og búskapur. Örnefnin vísa því bæði til staðhátta,atvinnuhátta og sögu.
Hafi sjóróðrafólkið um Sundin blá áhuga fyrir þessum örnefnum-þá er þau að finna á myndasíðu Kayakklúbbsins.
Endilega prentið þau út fyrir ykkur til yndis og fróðleiksauka við róðrarpuðið- það léttir róðurinn.
Góða skemmtun