Ég ætlaði að skrifa um róðurinn en sé að Örsi var fyrri til, en bæta má lítilræði við.
Það er einhver þróun sem hefur orðið með kaffistoppin, ég kem nú alltaf með nestið mitt heim aftur og áðan settist ég með það og heitt kakó inn í stofu og sagði Lilju frá róðrinum. Við Páll R eru báðir alltaf með nesti og viljum helst leggja okkur úti í einhverri eyju að heldri manna sið, en yngra fólkið virðist vera frekar kulvíst og oftast að flýta sér. Hugsanlega erum menn ekki í almennilegum holdum.
Það á þó ekki við um Guðna Pál - ég sé ekki betur en að Guðni Páll hafi bætt á sig og það er hugsanlega ekki bara vöðvamassi. Þar sem ég reyni að vera ráðgjafi hans fyrir væntanlegan hringróður vil ég benda á að þessi ferð í sumar er ekki á Suðurpólinn í 30 gráðu frosti
Öryggisreglurnar brugðust ekki frekar en fyrri daginn, þær bara áttu ekki beint erindi við þennan hóp, sem var 4* hópur yfir línuna. Öryggisstefnan á sér ramma og ytri mörk eins og öll kerfi. Nýlega fór fram umræða sem ég byrjaði, með því að velta upp hvar væru efri veðurmörk, sem regla eða viðmiðun fyrir róðrarstjóra. Í dag voru önnur mörk sem allir vissu og ekki þurfti að ræða, allur hópurinn var á sama stigi og enginn hæfari til að leiða en aðrir. Samt mætti beita skipulagi öryggisstefnu og leika hlutverkin í þjálfunarskyni, meira að segja mætti setja á svið óvænt atvik til að reyna á skipulagið.