Félagsróður 17. nóv.

17 nóv 2012 18:11 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróður 17. nóv.
Ræðarnir voru reyndar einn og átta. þar sem Hörður fór einn síns liðs styttri róður. Ég átti ekki heimangengt í þetta skipti en sótti Grænlenska húðkeipinn sem nú er kominn tilbaka frá föðurlandi kayaksins. Ef einhverjir hafa áhuga á að skoða hann þá er það alveg sjálfsagt mál. Ég er með síma 8214267 og email: ingisig@gmail.com
kveðja,
Ágúst Ingi Sigurðsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2012 15:13 #2 by Guðni Páll
Tjjja ég spyr bara hvað er það?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2012 14:53 #3 by Guðni Páll
Skemmtilegur róður í allastaði og feikna lens sem við fengum í dag, En Gísli er einhvað að skjóta á mig sé ég að ég sé búin að bæta á mig en það er gaman að segja frá því að ég er byrjaður að æfa að miklu krafti og hef náð að létta mig um 2 kg og bæta á mig massa og finn vel fyrir því í róðrum. Egill spurði mig áðan hvað ég væri með í rassgatinu ;) en ég er einfaldlega bara að keyra aðeins upp hraðan og mun gera það áfram til að nota tíman sem best fyrir 1.Maí en engasíður þá eru framundan mikla æfingar og vona ég að félagar mínir hérna aðstoði mig í þeim.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2012 14:17 - 17 nóv 2012 14:34 #4 by Gíslihf
Ég ætlaði að skrifa um róðurinn en sé að Örsi var fyrri til, en bæta má lítilræði við.
Það er einhver þróun sem hefur orðið með kaffistoppin, ég kem nú alltaf með nestið mitt heim aftur og áðan settist ég með það og heitt kakó inn í stofu og sagði Lilju frá róðrinum. Við Páll R eru báðir alltaf með nesti og viljum helst leggja okkur úti í einhverri eyju að heldri manna sið, en yngra fólkið virðist vera frekar kulvíst og oftast að flýta sér. Hugsanlega erum menn ekki í almennilegum holdum.
Það á þó ekki við um Guðna Pál - ég sé ekki betur en að Guðni Páll hafi bætt á sig og það er hugsanlega ekki bara vöðvamassi. Þar sem ég reyni að vera ráðgjafi hans fyrir væntanlegan hringróður vil ég benda á að þessi ferð í sumar er ekki á Suðurpólinn í 30 gráðu frosti :laugh:

Öryggisreglurnar brugðust ekki frekar en fyrri daginn, þær bara áttu ekki beint erindi við þennan hóp, sem var 4* hópur yfir línuna. Öryggisstefnan á sér ramma og ytri mörk eins og öll kerfi. Nýlega fór fram umræða sem ég byrjaði, með því að velta upp hvar væru efri veðurmörk, sem regla eða viðmiðun fyrir róðrarstjóra. Í dag voru önnur mörk sem allir vissu og ekki þurfti að ræða, allur hópurinn var á sama stigi og enginn hæfari til að leiða en aðrir. Samt mætti beita skipulagi öryggisstefnu og leika hlutverkin í þjálfunarskyni, meira að segja mætti setja á svið óvænt atvik til að reyna á skipulagið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2012 14:00 - 17 nóv 2012 14:16 #5 by Orsi
Það kunngjörist hér með að (félags)róður :P var iðkaður í morgun í norðangarra og mættu til leiks átta félagar. Róið var austan eiðs, út í Þerney í mótvindi og smápusi. Þaðan haldið norðan Þerneyjar útí Lundey, þar sem þyngdist sjór. Og loks á heimleiðinni leit út fyrir hið fírugasta hopp og hí í stærðarlensi. Sem og var raunin. Það gerðist ekkert markvert nema Egill hvolfdi þegar gamanið stóð sem hæst. Og ekkert kaffistopp var tekið. Hugsið um það. Og enginn róðrarstjóri. Hugsið um það líka. Svona þjóðveldis.
Þessi réru:

Þóra
Guðni
SAS
Páll R
Orsi
Gísli H
Egill
Gummi B

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum