Ég sótti bát í morgun í aðstöðu okkar. Það voru bílför í snjónum á trépallinum. Ekki var neitt tjón að sjá en spurning er hvað hægt er að gera við þessu. Grjót framan vip pallinn getur skemmt okkar eigin bíla, því að oft er maður að forfæra bílana í myrkri þarna.
Það var napurt, 10-12 m/s að norðan og frost, en logn heima hjá mér uppi undir Vatnsendahvarfi. Þetta er algengt þarna bæði í austan- og norðanátt og tengist vafalaust nálægði Esjunnar, sem getur einnig veitt skjól í öðrum aðstæðum.
Í mínum huga er þetta kostur fyrir þá sem vilja alhliða þjálfun. Skjól fyrir byrjendur innan við Eiðið og stutt í úfinn sjó og sviptivinda fyrir þá sem þess þurfa. Það eina sem vantar er sandfjara með hæfilegu brimi fyrir æfingar í öldufimi og brimreið - og svo auðvitað þurrkklefinn, heiti potturinn, salurinn fyrir viðhald og viðgerðir og setustofan - en
"á misjöfnu þrífast börnin (og hringfaraefnin) best".