Suðurpóllinn hafinn

23 nóv 2012 18:42 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Suðurpóllinn hafinn
Þeim miðar vel í átt að Suðurpólnum .Villý,Lamba og Pollýönnu, en allt mæðir það samt á Vilborgu að draga ferðalangana yfir jökulinn þarna suður frá.
Gaman að fylgjast með dagbókinni hennar.
Nú er vor á Suðurskautinu , lengstur sólargangur um 21 desember og því að nálgast sumar.
Vonandi heitum við öll á Vilborgu á þessu magnaða ferðalagi hennar-dag eftir dag í 50 daga.
Engin smá útilega.
Ég ætla að heita á hana einum kayakróðri í fyrramálið - svona til gamans og gagns fyrir mig. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2012 11:01 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Suðurpóllinn hafinn
Þetta er alveg magnað hjá henni Vilborgu . Og leiðangurstjórinn er ekki af verri endanum-hann Lambi. Enginn hætta á að hann fari að ráðskast með Suðurpólfarann -bara þögull hlustandi og traustur. Þarf að ná mér í einn (eina) svona . Gott til róðra ef menn eru einir á ferð :) En í alvöru. Þetta er einstaklega kjarkmikil kona hún Vilborg,einbeitt og ákveðin. Sannalega gott að hún búi að góðri kayakreynslu-en fjallamennska á hálendi Íslands og ferð yfir Grænlandsjökul í stórleysingum loftsslagsbreytinga er samt gott nesti. Við fylgjumst spennt með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2012 10:15 - 20 nóv 2012 12:40 #3 by Orsi
Suðurpóllinn hafinn was created by Orsi
Jæja, af því við höfum svo gaman af hringförum, langförum og allskonar, þá er Villý kayakfélagi vor, komin út á ísinn og var að ljúka fyrstu dagleiðinni. Hún gekk 6 km og er komin í Hilleberg tjaldið sitt með Lamba leiðangursstjóra. www.lifsspor.is/2012/10/lambi-leidangursstjori/

www.lifsspor.is er leiðangurssíðan hvar hægt er að fylgjast með þessu öllu og heita á stelpuna. Peningurinn fer til kvenlækningadeildar Landspítalans. Áheitasíminn er 908 1515.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum