Félagsróður 24. nóv. 2012.

25 nóv 2012 18:11 - 25 nóv 2012 18:13 #1 by Gíslihf
Takk fyrir ágætar myndir Þorbergur.
Það sjá allir að mikið var í gangi við Fjósakletta. Annar hópurinn var svo snöggur að bjarga sínum manni, Lárusi, að varla náðust myndir af því, en Guðni Páll reyndist erfiður og mætt halda að hann væri að reyna að sökkva Agli á nokkrum myndanna. Ef einhver er svo athugull að sjá að bátur Sveins Axels (SAS) lenti í þessu ati þá er skýringin sú að þeir Guðni Páll (Valley) og Sveinn Axel (Romany) höfðu skipt á bátum skömmu áður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2012 19:24 #2 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2012 18:47 #3 by Ingi
Sammála þessum tveimur heiðursmönnum. Það er mikil heislubót af kayakróðri og eru þeir báðir lifandi sönnun þess.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2012 15:19 - 24 nóv 2012 18:02 #4 by Sævar H.
Það var sæbarinn hraustlegur hópur ræðara sem kom að landi á Geldinganes eiðinu skömmu eftir að ég lenti að afloknum róðri um Viðey.
En ég hafði heitið því að róa smá róður henni Vilborgu Suðurpólfara til stuðnings. Ekki var þetta nú mikið mál hjá mér á þann mælikvarða sem hennar afreksverk er að gerast.
Upphaflega átti þetta að verða þátttaka í Félagsróðrinum-en vegna vindstrengs í kortunum frestaði ég för þannig að ég missti af þeim félögum.
Róðurinn hjá mér varð heldur styttri en þeirra.
Réri norðanmegin við Viðey og að Kambinum. Þá var komin um 12 m/sek vindhviður með tilheyrandi öldu.
Róðrarstjórn mín tók ákvörðun um að snúa frá frekari hring um Viðey og fara austur og suðurfyrir eyna.
Prýðisveður var sunnanmegin og fór ég allt að Virkishól.
Þar sem ég sá ekkert til Félagsróðrarfólksins snéri ég farkostinum við þar og réri heim á leið. Talsverð alda var kominn á sundið útaf Gufunesi og við Fjósaklettana með þessu hefðbundna allraátta ölduróti.
Var á sjó í 1,45 klst án landtöku og varð úr þessu um 10 km róður.
Bara fínt.
En heldur var napurt þegar í land var komið enda hitastigið um 1 °C .
En áheitinu til hennar Vilborgar Suðurpólfara var komið til skila :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 nóv 2012 14:55 - 24 nóv 2012 14:58 #5 by Gíslihf
Fjórtán manna góður hópur fór út Eðisvík, norðan með Viðey, suður fyrir Engey yfir rifið og í kaffistopp við réttina sem snýr mót SV. Farið til baka aftur yfir rifið, að hafnargarði Sundahafnar og að Fjósaklettum þar sem farið var í björgunaræfingu.
Sævar var nýkominn í land þegar við komum til baka og hafði róið út í Viðey undir eigin róðrarstjórn.
Vindur var úr NV um 7 m/s og mátti setjast á bak öldunni af og til í bakaleiðinni.
Ræðarar voru Guðni Páll, Sveinn Axel, Lárus, Ingi, Sigurjón, Páll R, Guðmundur B, Perla, Þóra, Klara, Egill, Þorbergur, Einar Sveinn og undirritaður sem tók að sér róðrarstjórnun.
Æfingin var gagnleg, Guðni og Lárus fór í sjóinn og missti Guðni frá sér árina en Lárus bátinn við stærsta klettinn að norðan þar sem ágjöfin var. Þriggja manna lið fékk það hlutverk að bjarga hvorum manni og búnaði. Þorberut var með myndavélina uppi við og hugsanlega fáum við að sjá eitthvað frá honum.
Það er svo alltaf gagnlegt að velta fyrir sér hvað betur hefði mátt fara og er orðið laust - til að við getum bætt okkur, en gagnrýni aðeins í góðlátlegum stíl.

Kveðja, Gísli H F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum