Það var sæbarinn hraustlegur hópur ræðara sem kom að landi á Geldinganes eiðinu skömmu eftir að ég lenti að afloknum róðri um Viðey.
En ég hafði heitið því að róa smá róður henni Vilborgu Suðurpólfara til stuðnings. Ekki var þetta nú mikið mál hjá mér á þann mælikvarða sem hennar afreksverk er að gerast.
Upphaflega átti þetta að verða þátttaka í Félagsróðrinum-en vegna vindstrengs í kortunum frestaði ég för þannig að ég missti af þeim félögum.
Róðurinn hjá mér varð heldur styttri en þeirra.
Réri norðanmegin við Viðey og að Kambinum. Þá var komin um 12 m/sek vindhviður með tilheyrandi öldu.
Róðrarstjórn mín tók ákvörðun um að snúa frá frekari hring um Viðey og fara austur og suðurfyrir eyna.
Prýðisveður var sunnanmegin og fór ég allt að Virkishól.
Þar sem ég sá ekkert til Félagsróðrarfólksins snéri ég farkostinum við þar og réri heim á leið. Talsverð alda var kominn á sundið útaf Gufunesi og við Fjósaklettana með þessu hefðbundna allraátta ölduróti.
Var á sjó í 1,45 klst án landtöku og varð úr þessu um 10 km róður.
Bara fínt.
En heldur var napurt þegar í land var komið enda hitastigið um 1 °C .
En áheitinu til hennar Vilborgar Suðurpólfara var komið til skila