Grænlenskar árar / Hljóðlát bylting

05 des 2012 21:42 - 05 des 2012 21:46 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Grænlenskar árar
Grænlenskar árar eru eins misjafnar og þær eru margar, en samt er oftast talað um þær eins og að þær séu allar eins. Margar greinar eru til um þessar árar og eins samanburður við Euro árina er að finna á netinu. Hér eru þrjár:

www.flyfisher-kayaks.com/whypaddleworks.htm
www.canoekayak.com/canoe/style-war-euro-vs-greenland/
wolfgangbrinck.com/boats/paddling/greenpaddling.html

Hvað mig varðar, þá er öll vinna og hreyfing með árina miklu auðveldari og skemmtilegri. Árastuðningurinn er minni, sem þýðir að stuðningsáratök og veltur þarf að framkvæma með átaksminni hætti en með Éuro ár, þ.e. tæknin þarf að vera betri. Róður með grænlenskri ár bætir við skemmtilegri vídd við sportið, sama gerir róður með t.d. vængár eins og Epic Mid Wing sem ég réri með í gærkvöldi:-).

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2012 11:26 - 05 des 2012 11:28 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Grænlenskar árar
Það eru nokkrir félagar sem hafa náð góðum tökum á þessari grænlensku ár, Lárus, Guðni Páll, Sveinn Axel, Egill, Þóra og fleiri.

Það var gaman að sjá Maligiaq í sumar þar sem hann sýndi hvernig þessar árar geta verið afkastamiklar. T.d. reri hann afturábak og lét hópinn koma til sín á fullu en það lengdist frekar bilið á milli heldur en að við næðum honum.

Auðvitað skila vængárar og hefðbundar euro árar meira magni af vatni afturfyrir sig en prikið ef róið er með sama takti, en prófaðu að róa í heilan dag og sjáðu hvaða árangur sú grænlenska skilar í dagslok. Afköstin eru jafnari og koma betur út fyrir skrokkinn til lengri tíma litið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 22:53 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Grænlenskar árar
Það er síðan spurning með þessar "grænlenskuárar" Eru þær ekki í raun með mikluminna flatarmál í sjó en þessar hefðbundnu spaðaárar sem við höfum notað um árabil ? Minna flatarmál í sjó þýðir minna átak á áratog og því minni ánýðslu á t.d axlarhluta. En til að ná upp sama hraða og með spaðaár- þarf fleiri áratog með þeirri grænlensku. Það er jú ekki verið að gera neitt annað en að toga kayakinn áfram með áratoginu. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 22:16 - 05 des 2012 11:29 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Grænlenskar árar
Takk Sævar. Þessi til vinstri minnir svolítið á útfærslu Kyrrahafs inúíta í Aleut eyjum, þeir hafa sína útgáfu af kayak líka sem kallast Baidarka (kemur úr rússnesku og líkist okkar orði um smærri fley: Bátar með inúita endinguni ka sem gæti þýtt lítill, t.d. er í grænlensku sagt Hanserak sem er litli Hans, najarak sem þýðir litla systir á meðan að suak þýðir stóri sbr Petersuak sem Peter Frauchen var víst kallaður). En hvað um það þá eru aleutar með sína sérstöku útgáfu af árum og ekki gott að vita hvort þeir lærðu af rússum eða hvað...

Við erum svo heppin á Íslandi að hægt er að fá fínar árar hjá Gísla eins og fram kemur hjá Sveini

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2012 09:44 - 03 des 2012 09:50 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Grænlenskar árar
Árar hafa um tugþúsundár verið sæ og vatnaförum jafn óaðskiljanlegt og báturinn allt fram á vélaöld.
Mörg afbrigði eru til sem fornminjar .
Hér á landi nam árin land með landnámsmönnum. Í 'islenskum sjávarháttum" er ekki mikið fjallað um árar - sennilega af því að hin klassiska ár var ráðandi. Þó voru menn að föndra við að ná fram afkastaaukningu með afbrigðum.

Meðfylgjandi er mynd af hinu klassiska árablaði um aldir hér á landi og síðan hvernig menn ,við vissar aðstæður, breyttu útaf til afkastaaukningar.
Eins og sjá má er ekki neinn grundvallarmunur á grænlenska árablaðinu og því "íslenska". Auðvitað er kayakárin sambyggð með h og v blaði á einni ár.
Þar ræður bátur hönnun.

Bara svona til skemmtunnar :)

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2012 23:14 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Grænlenskar árar
Flestir eru með ár frá Gísla
www.facebook.com/IcePaddle

Hentar öllum og fyrir alla báta

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2012 22:28 - 02 des 2012 22:28 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Grænlenskar árar
Þessar "Grænlensku tréárar"
Hvað er það sem er svona gott við þær umfram þessar spaðaárar sem við höfum notað ?
Og hvað kosta svona gripir ?
Og hvar fást svona árar ?
Myndi þetta henta ræðara á Hasle explorer ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2012 12:40 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Grænlenskar árar
Nú á sér stað hljóðlát bylting í kayaksportinu. Allavega í þeim hluta sem snýr að sjónum.

Fyrir ekki mjög mörgum árum skiptust sjókayakræðarar aðallega í tvo hópa hvað búnað varðar. Annar hópurinn var á plastkayökum og hinn var á trefjabátum. Miklar umræður áttu sér stað í félagsróðrum um kosti og galla þessara farkosta. Sumir létu eins og að þeir hefðu komist yfir hin eina sanna kayak og allt annað væri rusl eða því sem næst. Þesskonar skoðanaskipti færðust svo yfir á árarnar sem voru líka af allskonar gerðum og misþungar eftir því úr hvaða efni þær voru.

Manni fannst að annarhver maður væri sérfræðingur í efnafræði og jafnvel eðlisfræði líka. Flestir höfðu einhverja skoðun á því hvernig árar ættu að vera og úr hvaða efni osfrv.

Svo kemur þessi hljóláta bylting og raddir sérfræðingana hljóðna. Ekki bofs frá þeim um kosti og galla spýtunar sem nú virðast vera orðnar algengustu árar í heiminum í dag.

Það væri undarlegt fyrir seinni tíma ræðara sem hefðu áhuga á að vita hvenær þessi bylting varð að ekkert hefði verið minnst á þetta á helsta vettvangi kayakræðara Íslands.

Minni á sundlaugaræfingarnar. Þar er hægt að sjá umræddar árar í notkun.

Kær kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2012 19:09 #9 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Grænlenskar árar
Mjög skemmtileg ár sem er mjög góð alhliða ár fyrir alla. Hlífir öxlum vel og einstaklega skemmtileg fyrir þá sem eru að spá mikið í veltum.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2012 18:20 - 02 des 2012 12:23 #10 by Ingi
Það er búið að skrifa heil ósköp af greinum um árar og tækni.
Hér er ein sem fjallar um hina grænlensku. Hvað finnst fólki almennt um hana?

www.greenlandpaddle.com/index.php?option...view&id=42&Itemid=76

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum