Veltur á sjó og landi (WW)

04 des 2012 15:18 #1 by Gíslihf
Takk fyrir þetta gagnlega innlegg Jón Skírnir.
Ég skoðaði þessi bönd vandlega og það sem Chris segir á því síðasta situr eftir í huganum: " ... if any of these rolls cause stress on your shoulder, it is your roll technic crying out for a tune up"! Um leið og hann segir þetta finn ég fyrir strengjunum og eymslum hér og þar eftir þessar 40 veltur.
Ég ber mig samt bara vel og segi "lengi getur gott batnað" en það er líklega einhver ástæða fyrir því að UK þjálfarar vilja að ræðarar byrji í sportinu á barnsaldri. Með hæfilegri kennslu, fyrst skemmtun og svo smám saman meiri verkefnum og tækni, kemur mýkt og sveigjanleiki inn í allar hreyfingar og helst svo fram eftir öllum aldri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2012 14:29 - 03 des 2012 14:32 #2 by jsa
Það eru nokkrir punktar í þessu hjá þér. Hérna er smá innlegg.

Ég finn að þegar að ég velti sjóbát þá gerist allt hægar en í straumbát. Til að velta breyðum straumbát þarf einn ákveðinn mjaðmahnykk. Mér finnst best að koma mér í veltu stöðu, bíða þar til að ég finn að árin er komin upp úr vatninu og gera þá eina snögga hreyfingu, búmm og maður er kominn upp. Í góðum aðstæðum og með góðri tækni er svo hægt að gera þetta í einni flæðandi hreyfingu. En til að byrja með er gott að hugsa, búmm.

Eins og þú segir ætti árin ekki að skipta miklu máli. Það er gott að byrja á að tegja sig langt til hliðar og leggjast vel fram á stefnið. Þaðan eru ýmsar leiðir færar til að velta sér upp. Þú getur komið upp hallandi fram, nokkuð beint, eða hallandi aftur. Það sem skiptir bara máli er að snúa bátnum og skilja höfuðið eftir. Oft er talað um að velta mjöðmunum. Ég mundi hinsvegar frekar segja fólki að nota hnén og lærin ;) Þegar þú ert á hvolfi í C stöðu til vinstri getur þú togað í bátinn með hægra lærinu og hnénu.

Stuttir bátar eiga það til að breyta um stefnu á yfirborðinu þegar maður veltir þeim, það er allt í lagi og á ekki að hafa mikil áhrif á veltuna. Það sem skiptir máli er að fá smá stuðning undir árablaðið og gera snöggan mjaðmahnikk.

Annars eru nokkur góð video á youtube um þetta,
til dæmis þessi 8 video seria með Chris Spelius .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 des 2012 22:47 - 02 des 2012 22:49 #3 by Gíslihf
Ég mætti á sundlaugaræfingu í dag 2.des.'12 með sjóbát (Romany) og straumbát (Riot Magnum) og straumár (AT2) sem er um 20 cm styttri en sjóárar sem ég er vanur og fór gegnum þær æfingar sem ég hafði ákveðið þegar ég fór að heiman. Það voru 40 veltur, 10 á hvora hlið í hvorum bát.

Velturnar á sjóbátnum gengu fljótt og þokkalega vel en þó ekki eins létt og ég er vanur og skýri ég það með árinni og þar með á veltutækni sem mætti vera betri, því að árin á ekki að skipta miklu máli ef mjaðmahnykkurinn er góður sbr. handveltur.

Svo kom að Riot straumbátnum, sem ég er nýbúinn að kaupa af Jóhanni Geir. Þær veltur reyndust erfiðar. Reyndar tókust þær allar, en aðeins með erfiðismunum og ég var oft alveg á mörkunum að detta aftur niður og það hefði ég trúlega gert úti í straumvatni, sem er oft hrærigrautur af loftbólum í öldum, iðum og flúðum. Þá er viðnámið fyrir árina lítið þó að hið gagnstæða geti átt við, að straumurinn nánast velti manni áreynslulaust upp. Svipaðar aðstæður geta verið í brimlendingum (surf).

Svona straumbátur ('creeker') er nokkuð belgmikill og erfitt að teygja árina út fyrir hann og upp á vatnsflötinn a.m.k. fyrir karla eins og mig. Einnig er erfiðara að vippa breiðum bát og spurning hvort stuttur straumbátur breytir hugsanlega um stefnu í yfirborðinu um leið og maður strýkur vatnsflötinn með árablaðinu eftir hálfum C-ferli frá tásvæði að mjöðm en sjóbátur heldur langstefnu sinni þó mikið gangi á.

Þetta eru bara pælingar, en það var enginn vanur straumræðari á svæðinu sem ég gat spurt ráða. Ég velti mér alltaf upp á afturdekkið og kann ekki annað, en mig minnir að flestir straumræðarar velti sér upp á framdekkið. Er það lausnin á vandamálinu ? Við sjókayakmenn höfum stundum verið meiri klaufar í veltunni í Hvítárferðum en við eigum að venjast á sjónum?

Athugasemdir og góð ráð eru vel þegin, eða bara samhjálp næst þegar við hittumst á sundlaugaræfingu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum