Það eru nokkrir punktar í þessu hjá þér. Hérna er smá innlegg.
Ég finn að þegar að ég velti sjóbát þá gerist allt hægar en í straumbát. Til að velta breyðum straumbát þarf einn ákveðinn mjaðmahnykk. Mér finnst best að koma mér í veltu stöðu, bíða þar til að ég finn að árin er komin upp úr vatninu og gera þá eina snögga hreyfingu, búmm og maður er kominn upp. Í góðum aðstæðum og með góðri tækni er svo hægt að gera þetta í einni flæðandi hreyfingu. En til að byrja með er gott að hugsa, búmm.
Eins og þú segir ætti árin ekki að skipta miklu máli. Það er gott að byrja á að tegja sig langt til hliðar og leggjast vel fram á stefnið. Þaðan eru ýmsar leiðir færar til að velta sér upp. Þú getur komið upp hallandi fram, nokkuð beint, eða hallandi aftur. Það sem skiptir bara máli er að snúa bátnum og skilja höfuðið eftir. Oft er talað um að velta mjöðmunum. Ég mundi hinsvegar frekar segja fólki að nota hnén og lærin
Þegar þú ert á hvolfi í C stöðu til vinstri getur þú togað í bátinn með hægra lærinu og hnénu.
Stuttir bátar eiga það til að breyta um stefnu á yfirborðinu þegar maður veltir þeim, það er allt í lagi og á ekki að hafa mikil áhrif á veltuna. Það sem skiptir máli er að fá smá stuðning undir árablaðið og gera snöggan mjaðmahnikk.
Annars eru nokkur góð video á youtube um þetta,
til dæmis þessi 8 video seria með Chris Spelius
.