Félaga róður í skammdeginu

14 des 2012 20:38 - 14 des 2012 20:53 #1 by Sævar H.
Hér eru gamlar myndir frá Sundunum teknar árið 1937 .
Önnur er af aðstöðunni í austurenda Viðeyjar og sýnir aðstöðu Kárafélagsins (Milljónafélagið) en það var orðið gjaldþrota og niðurrifið var framundan. Reykjavíkurhöfn tók yfir.
Nú róum við þarna um mjög breytt umhverfi.
Og hin myndin er af yfirsýn um Sundin.
Vatnagarðar fremst og Kleppsholtið óbyggt.
Nú hefur Sundahöfn rutt öllu þessu undir sig og Viðeyjarsund þrengst mjög.

Sjálfur ólst ég þarna upp frá 8 ára aldri til 15 ára aldurs.
Þá var allt svæðið neðan vegar óbreytt og aðal athafnasvæði okkar krakkanna allt árið m.a bátsferðir á eigin vegum út í Viðey svo og kayakróður á heimasmíði.
Skautar og skíði í Vatnagörðum á vetrum :)
Og enn er verið að þarna :cheer:


plus.google.com/photos/10193692294279730.../5821900314560493921

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 des 2012 09:49 #2 by Jói Kojak
Til lukku med gallann, Sævar. Allt annad líf ad vera í heilgalla, thó thad geti verid örlítid snúid ad drerssa sig upp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2012 21:10 - 12 des 2012 22:05 #3 by Gíslihf
Til að bæta svolitlu við þetta þá veit ég ekki betur en að Ásmundur á Ökrum á Mýrum sé enn á lífi. Við vorum lítill hópur ræðara sem rerum frá Straumfirði að Ökrum fyrir nokkrum árum, þegar við hittum Ásmund og hund hans við girðingarvinnu. Hann var ánægður þegar hann sá okkur lenda undir þeim stað sem hafði verið uppsátur báta áður fyrr og var eftir það hinn ræðnasti.

Ásmundur er trúlega eini núlifandi íbúinn úr Þerney og trúlega sá eini núlifandi sem þar er fæddur. Faðir hans bjó í Þerney, en þegar hann var ásamt vinnumönnum að ferja kvígu upp á land en reka kúna á sundi til beitar í Blikastaðalandi hvolfdi bát þeirra og þar missti Ásmundur pabba sinn. Hann sagði þá hafa vorkennt kvígunni að þurfa að synda í köldum sjónum en hún varð óróleg og braust um í bátnum og þeir voru ósyndir.

Vera kann að eitthvað sé missagt hér, en er þó að ég hygg áreiðanlegri sagnfræði en pistill Örlygs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2012 21:07 - 13 des 2012 09:04 #4 by Sævar H.
Þar sem þessi róður var eiginlega víxluróður fyrir minn nýja þurrgalla frá LOMO í Skotlandi var um fátt annað hugsað en hvernig reyndist gripurinn við hinar ýmsu aðstæður á róðrinum. Í upphafi var um nokkrar leikfimiæfingar að ræða sem í raun urðu afbragðs upphitun. Það er nefnilega rennilás mikill þvert yfir axlirnar að aftanverðu. Mér tókst að loka mig inni í gallanum en snúið var það. Gallinn reyndist síðan hinn liprasti við róður. Og á Hvítasandi í Þerney kom sér vel að hafa smá þverstæðan rennilás skammt neðan við nafla. Áður var um verulega afklæðningu að ræða við svona viðvik.Þar sem kuldi var talsverður vegna vinds kom reynsla á fataþörf innanundir þurrgallanum- einkum varð afturendinn sem var á sætinu þurfi fyrir aukinn fatnað. Vel gekk síðan að koma sér úr flíkinni að róðri loknum. Semsagt hin ágætasta flík. Meðfylgjandi er mynd af róðrarhóp ,skoskum, í LOMO galla.



Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2012 20:17 #5 by Orsi
Sævar, þetta var svona lala frásögn. Þú svíkur okkur um aðalatriði, s.s. eins og sjósókn fyrri alda á svæðinu. Nú er til að mynda frægt ver við Gunnunes þar sem allt að 200 vermenn voru á vetrarvertíð, það voru Kjalnesingar, sem Eggert og Bjarni lýsa af þrótti í Ferðabók sinni 1752. Nú, og svo var fræg kirkja í Þerney. Stærsta pípuorgel Evrópu var þar frá 1689-1892. Heimildir eru fyrir því að sjálfur Frans Sjúbert hafi spilað á það á aðfangadag. Og svona mætti lengi telja. Þú verður að gera betur. Við búumst við miklu af sagnameistaranum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2012 17:17 - 14 des 2012 15:24 #6 by Sævar H.
Við kayakróðrarfélagarnir ég og Hörður Kristinsson brugðum okkur í kayakróður um hádegi í dag, miðvikudag 12.12.12 í tilefni dagsins.
Veður var nokkuð gott léttskýjað og stundum sólskin. Hiti var - 1°C og sjávarhiti +1°C austan vindur 8-11 m/sek .
Skammdegisbirtan var hálfrokkið.
Við lögðum upp frá eiðinu á Geldinganesi austanmegin og stefndum á Leirvogshólma. Þaðan var svo haldið að Gunnunesi og í Þerney.
Tekið var kaffistopp á Hvítasandi í Þerney .
Að því búnu var haldið norður og vestur fyrir Þerney og tekin stefnan á Helguhól á vesturtanga Geldinganess.
Á Þerneyjarsundi var kominn þæfingssjór ,austan alda og stíft aðfall sjávar á móti.
Þetta var því nokkuð pus og hopperí .
Og þegar fyrir Helguhólinn var komið var stefnan sett inn Eiðsvíkina og að eiðinu þar sem bílarnir biðu okkar.
Nú var kominn stífur mótvindur sem gerði róðrarálagið þyngra .
Og við lentum í fjörunni á eiðinu útí Geldinganesið eftir 2,23 klst róður alls um 13 km.
Alveg bráð skemmtilegt og hressandi svona í svartasta skammdeginu í svölu vetrarveðrinu. :P

Róðrarleiðin


Hörður K á Hvítasandi í Þerney


Jólahlaðborð á Hvítasandi í Þerney


Esjan í skammdegisskrúða
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2012 17:13 - 03 des 2012 20:08 #7 by Sævar H.
Við Hörður Kristinsson lögðum upp í skammdegisróður núna um hádegisbil, þann 3. des. 2012.
Ýtt var úr vör austanmegin við eiðið og stefndum við á Þerneyjarsund.
Veður var mjög gott -logn en nokkur undiralda inn Flóann.
Það var því smá brim við annes og skerjafláka.
Hiti var - 1-2 °C og sjávarhiti um + 1°C.
Við rérum vestur með Geldinganesinu og stefndum á vesturenda Viðeyjar.
Nokkurt brim var við Kambinn og Vestur-eyna.
Sama var um grynningar og sker á Viðeyjarsundi ,enda nálægt fjöru.
Áning var tekin í Virkisfjöru .
Og þegar lent var við eiðið á Geldinganesi höfðu rúmlega 13 km verið lagðir að baki á um 2,25 klst.
Þar sem ég var aðeins í blautskóm var kuldinn á fótum orðin tilfinnanlegur vegna sjávarkulda, :(
Þetta var mjög vel heppnaður félaga róður hjá okkur Herði .
Okkur láðist að ákvarða hvor stjórnaði för- en allt fór þetta samt vel :)






Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum