Er átakaróður heilsuspillandi ?

12 des 2012 12:42 - 12 des 2012 12:43 #1 by siggi98
Það eru skiptar skoðanir varðandi teyjur, er það vegna þessa að stundum á það við og stundum ekki. Það fer allt eftir þvi hvað er verið að gera.

Held persónulega að þær eigi sérstaklega vel við kayak út frá því hvernig við beytum okkur.
En sé horft til fræðirita þegar það kemur að upphitun fyrir átök þá er afstadan skýr.
Gott blóðfræði í vöðva fyrir átök er ekki spurning, það er hægt að auka blóðfræðið með því að gera léttar teyjur td. og ýmisskonar hreyfingar.

En verður að hita upp fyrir átök á því liggur enginn vafi.
Tek þvi fagnandi ef það á að gefa hópnum 5-10 mín að sulla aðeins áður en rokið er af stað.
Fyrir utan að það hitar mann upp þá taugakerfið líka meira tilbúið að takast á við verkefnið.

Vissulega þörf umræða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2012 22:58 - 10 des 2012 23:03 #2 by Gíslihf
Það var frábært að fá þetta innlegg frá Fylki með þá reynslu sem hann hefur.

Ég var nýbúinn að lesa kaflann um líkamsþjálfun "Physiological Principles" í BCU Coaching Handbook þegar ég lagði í að opna umræðu um þetta efni. Þar kemur fram að fyrst skal hita upp en teygjur geta verið varasamar fyrir kaldan líkama. Þar kemur líka fram að hita má upp með léttum róðri í byrjun eða á landi með skokki eða öðru eins og myndbandið með 'ballettdansaranum" frá Örlygi sýnir .

Mér þykir það umhugsunarefni sem Fylkir segir um róður í sjóbát og við vitum að okkur er kennt að spenna hnén út í súðina til að auka stöðugleika og veltufærni, sem gerir bolvinduna minni og erfiðari og nánast spennir líkamann fastan. Það væri áhugavert að hafa sessu til að setja undir sig og hækka sig í sætinu og hafa hnén saman í miðju og reyna breyttan róðrarstíl við réttar aðstæður það er þegar jafnvægið er ekki vandamál og leiðin er í lengra lagi.

Þessi tvenns konar róðrarstíll sem Fylkir talar um, er annars vegar sprettróðrarstíll t.d. notaður við 1000 m Ólympískan K1 róður og þá nær efri höndin a.m.k. ennishæð þegar árablaðið stingst fram. Ég hef stundum reynt að róa þannig í miklum mótvindi stutta leið, þótt hið gagnstæða sé frekar ráðlagt, að hafa árina nánast alveg niðri á dekkinu. Hins vegar er langróðrarstíllinn með árina lægri, þannig að efri höndin nær axlahæð.

Það efast svo enginn um að 120 km telst vera langróður!

Þið leiðréttið mig ef þið vitið betur.
Hvernig væri svo að fara aðeins meira eftir þjálfunarfræðum í æfingaróðrum eftir áramótin ?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2012 21:34 #3 by Sævar H.
"Það eru margar leiðir til að komast hjá meiðslum, en fyrst og fremst ber að virða eigin takmörk, ef það þýðir að hópurinn splundrast er spurning að skipta í A og B hóp.
Það eru ekki bara "átakaróðrartúrar" sem skila góðum árangri ! ! ! " :P

Er þetta ekki mergurinn og jafnvel í A-B-C og D svona eftir efni og aðstæðum :)

En í alvöru: þetta er þarfur umræðuþráður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 des 2012 19:03 #4 by Icekayak
Athyglisverð umræða hjá ykkur og þörf. Mín reynsla af margskonar æfingum og ekki síst kayakróðri, hefur kennt mér að upphitun skiptir gríðarlega miklu máli. Sem dæmi keppi ég á sumrinn reglulega í 6km forgjafarkeppni, upphitun mín fyrir þau átök er ef vel á að vera er yfirleitt í kringum 14-18km, og stundum lengra ! ! !
Á venjulegum æfingatúrum er ég oftast fyrst "heitur" eftir um 8-12km léttan róður, fyrst eftir það fer að vera gaman að taka á árinni og hraðinn eykst.
Í gegnum tíðina hef ég verið laus við stop og hlé vegna meiðsla og laus við allar aðgerðir. Styrktarþjálfun skiptir líka gríðarlegu miklu máli, sem fyrirbyggjandi þáttur gagnvart meiðslum eða ofálagi.
Líkt og komið er inná eiga axlir og handartog ekki að knýja árina í gegnum vatnið, lappirnar skila þeirri sveigju á búkinn sem skilar árinni í gegnum vatnið. Þetta er þó nánast óframkvæmanlegt í venjulegum sjóbát, sjálfur næ ég ekki að framkvæma þetta, nema med keppnissæti í bátnum. Þar að auki hef ég róið kolvitlausum róðrarstíl þangað til í ágúst á þessu ári. Fram að því hafði ég hendurnar alltof hátt uppi, með það að markmiði að fá árina sem lóðréttasta niður í vatnið.
Eftir að hafa farið á fyrirlestur og "míni" námskeið hjá Oscar Chalupsky, hef ég leitast við að breyta róðrarstílnum. Hans tækni byggist mikið á því að hafa árina lágt staðsetta og nota lappirnar og búksveigjuna til að knýja árina í gegnum vatnið. Þessi breyting var lykillinn að sigri mínum í Tour de Gudená keppninni í ár, þar fann ég virkilega fyrir því hversu mikið þessi róðrartækni, hlífir einmitt öxlum og höndum á þessum 120km sem við róum í keppninni.
Það eru margar leiðir til að komast hjá meiðslum, en fyrst og fremst ber að virða eigin takmörk, ef það þýðir að hópurinn splundrast er spurning að skipta í A og B hóp.
Það eru ekki bara "átakaróðrartúrar" sem skila góðum árangri ! ! !

með kveðju frá Danmörku

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2012 12:13 - 05 des 2012 12:14 #5 by Sævar H.
Er upphitun nokkuð annað en að auka blóðstreymi sem mest um skrokkinn-með hreyfingu.
Eru teygjur síðan ekki teknar við lok einhliða erfiðis ?
Við sem höfum stundað mikið langar göngur t.d til fjalla þekkjum vel þessar teygjuæfingar. En hlutverk þeirra er að teygja á vöðvunum. Annars styttast þeir smá saman og vinna þeirra verður slæm til hreyfinga. :(
Mér finnst efnið sem Örlygur setti inn falla vel að upphitunarkúrs fyrir sjósetningu.
Er ekki nokkuð gott að hóa róðrarliðinu saman í fjörunni fyrir sjósetningu og byrja sameiginlega á svona upphitun ? Þá eru allir búnir að fá það sem þarf til róðrarupphafs. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 des 2012 11:13 #6 by Gíslihf
Þetta eru örugglega góðar æfingar sem ég hef oft séð Örlyg taka áður en lagt er á sjóinn. Öll þekkjum við svo þá venju að vinda bolinn í báðar áttir með árina framan við sig þegar komið er í bátana og reyna að horfa beint aftur í hverri sveiflu og leggja árina með hvorri síðu bátsins á víxl. Það er reyndar í stíl við teygju-rykki fyrri ára sem ég vandist á yngri árum og nú er búið að leggja af. Það er svo annað sem vefst nokkuð fyrir mér í þessu samhengi:
Þegar ég var á kennaranámskeiðinu (UKCC Coach level 1) nú í haust var mér bannað að láta nemendur byrja á að teygja sig fyrir æfingu. Þeir áttu að hita upp t.d. með leik ef um unga krakka var að ræða og tilgangurinn var að fá hjartsláttinn upp og auka blóðstreymið um allan líkamann. Teygjur áttu að koma svo í lok æfingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 21:50 #7 by Ingi
Góð ábending hjá ykkur. ég er sammála og betra að taka amk fyrsta legginn í róðri á hálfri ferð en það er hægar sagt en gert ef maður verður svo að keyra sig á útopnu til að ná í hópinn sem er næstum horfinn. En samt hafa menn reynt að þétta hópinn eftir ca 10 15 mín allavega þegar ég hef verið með.

hér er linkur um svipaðar trakteringar: bleikt.pressan.is/lesa/ofthjalfun-getur-verid-banvaen/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 21:31 #8 by Sævar H.
Því miður eru fréttir af auknum meiðslum einkum um axlarliði orðnar áberandi hjá þeim framsæknustu í sportinu.
Það eru ekki meinlitlir áverkar .
Ljóst má vera að átök í ölduróti og þá kannski einkum við fjöruborð eru varhugaverð.
Þetta eru yfirleitt mjög slæm meiðsli. Skurðaðgerðir tíðar. Og bati er mjög hægur.
Blóðrás í sinum er einkar lítil og sérstaklega í axlarumhverfi. Það getur því tekið marga mánuði eða ár að jafna sig og þá með sjúkraþjálfun.
Sumir ná sér aldrei.
Góð upphitun er mikilvæg. En að vetri er sá hiti oft fljótur að hverfa vegna kulda.
Ég lenti í því í byrjun rjúpnaveiðitímans að ganga nærri annari hásininni. Þá lögðust göngur niður vegna helti en við tók 1.4 km (1 klst)daglegt sund.
Það er núna fyrst eftir 1.3 mán. sem ég er að verða göngufær -normal.
Samt góður í kayakróðri einkum eftir sundsprettina.
Menn fari varlega við þessi liðamótaátök.
Slæmt að verða farlama langt um aldur fram . :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 19:38 #9 by Jói Kojak
Er þetta ekki bara spurning um róðrartækni?

Held reyndar að það sé aldrei gott að rjúka af stað skítkaldur og gefa allt í botn. Hvort sem um er að ræða kajaróður eða annað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2012 15:33 - 04 des 2012 15:36 #10 by Gíslihf
Þriðjud. 4.12.2012.
Það vekur upp bakþanka að hugsa til félaga okkar sem nokkur hafa þurft að fara í aðgerðir með axlamein, olnboga eða önnur álagsmeiðsl. Ég hef þó enga staðfestingu á því að það tengist róðrinum sérstaklega en víða sjáum við aðvaranir í fræðsluefni um kayakróður, einkum með það í huga að gæta axlanna en einnig til að forðast tennis- eða golfolnboga eða bólgu í úlnlið.

Undanfarnar vikur hef ég stundum lent í því að dragast aftur úr hörðustu ræðurunum í mótvindi og hefur þá þreytuverkur á axlasvæði helst verið að trufla mig fyrir utan sérhlífni og að hafa ekki safnað meiri vöðvamassa í ræktinni :huh:

Það er þó ástæða til að velta því aðeins nánar fyrir sér, hvort þessar róðrarþrekæfingar á þriðjudögum geti verið óheppilegar fyrir líkamann. Staðreynd er að veðurlag í haust hefur verið stormasamt og oft hlaupum við beint úr búningsgámi með bátana niður í fjöru, smellum svuntum og vettlingum á með hraði áður en aldan og vindurinn ná að henda okkur þversum upp í fjöruna og róum svo af stað af öllum kröftum. Þett er klárlega ekki í samræmi við rétt vinnubrögð við þjálfum. Á undan átökum þarf að hita upp.

Svo er annað atriði sem ég var að velta fyrir mér s.l. laugardag þegar baslið hófst móti 15 m/s inn Eiðisvíkina. Getur verið að róðrartækni okkar sé ekki nógu góð, að við beitum kröftum í öxlum og handleggjum um of til að bæta upp skort á sveigjanleika í bol og mjöðmum. Réttur framróður á að byggjast mest á bolvindu og með tiltölulega beinum örmum. Þó að mýktin fari að minnka upp úr fertugu, svo að ég nefni ekki fimmtugu og sextugu, þá er aldrei og seint að bæta sig fyrr en það er orðið endanlega of seint :ohmy:

Nú er ég farinn að drífa mig í æfingaróður,
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum