Þriðjud. 4.12.2012.
Það vekur upp bakþanka að hugsa til félaga okkar sem nokkur hafa þurft að fara í aðgerðir með axlamein, olnboga eða önnur álagsmeiðsl. Ég hef þó enga staðfestingu á því að það tengist róðrinum sérstaklega en víða sjáum við aðvaranir í fræðsluefni um kayakróður, einkum með það í huga að gæta axlanna en einnig til að forðast tennis- eða golfolnboga eða bólgu í úlnlið.
Undanfarnar vikur hef ég stundum lent í því að dragast aftur úr hörðustu ræðurunum í mótvindi og hefur þá þreytuverkur á axlasvæði helst verið að trufla mig fyrir utan sérhlífni og að hafa ekki safnað meiri vöðvamassa í ræktinni
Það er þó ástæða til að velta því aðeins nánar fyrir sér, hvort þessar róðrarþrekæfingar á þriðjudögum geti verið óheppilegar fyrir líkamann. Staðreynd er að veðurlag í haust hefur verið stormasamt og oft hlaupum við beint úr búningsgámi með bátana niður í fjöru, smellum svuntum og vettlingum á með hraði áður en aldan og vindurinn ná að henda okkur þversum upp í fjöruna og róum svo af stað
af öllum kröftum. Þett er klárlega ekki í samræmi við rétt vinnubrögð við þjálfum. Á undan átökum þarf að hita upp.
Svo er annað atriði sem ég var að velta fyrir mér s.l. laugardag þegar baslið hófst móti 15 m/s inn Eiðisvíkina. Getur verið að róðrartækni okkar sé ekki nógu góð, að við beitum kröftum í öxlum og handleggjum um of til að bæta upp skort á sveigjanleika í bol og mjöðmum. Réttur framróður á að byggjast mest á bolvindu og með tiltölulega beinum örmum. Þó að mýktin fari að minnka upp úr fertugu, svo að ég nefni ekki fimmtugu og sextugu, þá er aldrei og seint að bæta sig fyrr en það er orðið endanlega of seint
Nú er ég farinn að drífa mig í æfingaróður,
Kveðja, GHF.