Við vorum 8 sem rérum í morgun í NV 9 m/s Geldingarneshring með krækju í Fjósakletta. Í nótt og snemma í morgun var vestanátt, hviður allt að 19 m/s, þ.a. við vorum í töluverði öldu, sér í lagi vestan Geldinganes, þar sem ölduskaflarnir náðu sér vel upp þegar aldan nálgast land. Þetta er oft mikið sjónarspil, þegar aldan lemur á klettunum í nálægð við kayakinn. Enduðum svo í öldufimi við Fjósakletta, þar sem við nýttum okkur endurkastið frá landi.
Morgunræðarar voru: Sveinn Axel, Gunnar Ingi, Ágúst Ingi, Lárus, Egill, Páll R, Þóra og Klara.
Sem sagt tíðindalaus róður, en einstaklega skemmtilegur.