Það má gera þetta í sundlaug

10 des 2012 10:48 #1 by Sævar H.
Þeir eru flottir þessir ræðarar sem mynda þessa löngu bátakeðju á 50m lengd laugarinnar og á hvolfi.
Það þarf mikla yfirvegun og úthald til.
Ekki er sennilega mögulegt að hlaupa þessa leið eftir botni bátanna nema fyrir það að ræðararnir eru sem stöðuleikaballest þarna neðan vatnsborðsins og halda því bátunum vel stöðugum svona eins og flotbryggja.
Þetta er fyrst og fremst gott afrek kayakræðaranna í þessari sýningu -finnst mér. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2012 18:52 #2 by Orsi
HAH þetta er meiriháttar.
Stelpan þarna á 2.10 mín. reynir á lungun í ræðaranum, enda sést að hann kemur nánast úr kafi áður en hún hefur sig upp á bakkann eftir luftgítarsólóið. Kallgreyið skilur ekkert í af hverju hann losnar ekki við hlassið hehe.. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2012 12:50 - 09 des 2012 12:52 #3 by Gíslihf
Skemmtilegt!

Ég held við eigum ekki mannskap í veltur fyrir svo langa sundlaug, það væri hægt þvert á laugina.

Við tökum svo eftir því að bátarnir eru festir saman á streng, þetta væri mun erfiðara fyrir hlauparana ef bátarnir væru lausir, það væri þá eins konar "jakahlaup", sem er reyndar skemmtileg íþrótt, en skilyrðin afar sjaldgæf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2012 12:28 #4 by Jói Kojak
Thátturinn 360 grádur á rúv gværi tilvalinn fyrir svona.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2012 11:02 - 09 des 2012 11:04 #5 by jsa
The following user(s) said Thank You: Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum