Vantar mannskap í Ferðanefnd fyrir 2013

18 des 2012 22:59 #1 by palli
Þetta er frábært ! Öflug ferðanefnd er nauðsyn Klúbbnum. Gaman að sjá þessa öflugu nefnd púslast saman. Nú þyrfti bara einn kvenmann til að gera mig fullkomlega hamingjusaman :P

Við getum ekki beðið um mikið meira í þessum karllæga klúbbi ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 des 2012 12:43 #2 by Gunni
Núna er innfall í nefndina. 4 öflugir komu brimandi inn:
Örlygur, Smári, Sigurjón M. og Einar Sveinn.

Þeir sem áfram flutu eftir útfallið eru : Reynir T, Páll R og Bjarni.

Þá erum við alveg við háflæði en það er alltaf pláss fyrir góða menn og konur með flotta ferðahugmynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 des 2012 11:18 #3 by SAS
Skora á Hafþór Guðjónsson að gefa kost á sér í ferðanefnina

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 des 2012 09:05 #4 by Gunni
Það verður mikill endurnýjun í ferðanefnd fyrir næsta ár. Nú er rétti tíminn fyrir hugmyndaríka ræðara að koma ferðapælingum sínum í framkvæmd og gefa kost á sér.

Hefðin hefur verið að hver nefndarmaður skipuleggur amk eina ferð. Reynum við að að hafa eina ferð í mánuði frá maí-sept, flestar dagsferðir en 1 til 3 útilegur. Róðarstjórn þarf ekki að vera í höndum fararstjóra.

Formaður nefndarinnar er fundarstjóri, ritari og blaðafulltrúi, eins og hægt er
;)
Það er íslensk hefð að bjóða sig ekki fram og því verða hér kölluð upp nokkur nöfn og viðkomandi beðin að koma upp í pontu, hneigja sig og kynna.
- Össur Imsland,
- Einar Sveinn
- Bergþór,
- Gummi Breiðdal,
- Örlygur,
- Hildur
- Smári
- Siggi málari
- og þú

Endilega komið með fleirri tilnefndingar. Mitt email er markeipur@gmail.com.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum