Sjóróðrar á Uppstigningardag

16 maí 2007 03:47 #1 by Reynir Tómas
Mér líst vel á að breyta um frá kvöldi til morgunróðurs meðal annars m.t.t. veðurs. Áætlunin yrði þá svona: 17. maí (uppstigningardagur). Morgunróður umhverfis Engey og Akurey. Farið frá Örfirisey suður, austur og norður fyrir Engey og áð í Akurey, róið þaðan aftur inn í Örfirisey. Mæting kl. 09.30 rétt utan við Seglagerðina Ægi nálægt ysta hafnargarðinum í Örfirisey með heitt á brúsum og aðra fastari hressingu að vild. Auðveldur róður. Umsjón: Reynir Tómas, s. 824 5444 eða marest@tv.is.

Veit nú um Sævar, Hörð, Ólafíu, Steinunni og Reyni Tómas og eflaust verða fleiri, það voru um 15-20 á þessum degi í fyrra að mig minnir:) !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2007 00:16 #2 by Hordurk
Ég er til í morgunróður á fimmtudag, t.d. 9.30

Hörður

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2007 21:24 #3 by Sævar H.
Eru menn og konur nokkuð farin að kíkja til veðurs fyrir fimmtudaginn ,uppstigningardag, ?
Samkvæmt honum Belgingi er þokkalegt vindafar að morgni , en bálhvasst að kveldi... hvað sem verður.
Nú eru fyrihugaðir róðarar ráðgerðir um kvöldið.
Hvað með að breyta yfir í morgunróður ?
Fróðlegt væri að heyra um þetta ...:lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum