Innskráning lítilega breytt

17 des 2012 11:41 #1 by Gíslihf
Þetta átti nú ekki að vera of hörð gagnrýni, bara smá með landlægri íróníu eins og gengur. Reyndar þótti mér þetta snjallt en þó aðeins of erfitt, oftast hefur maður séð eitt svona orð en ekki tvö,(nema þegar ég fer inn á leynireikninginn minn í Sviss :ohmy: ).

Ég vil í leiðinni þakka fyrir lagfæringu á tímamerkingu athugasemda.
Þú ert toppmaður Gunnar Ingi, ég hélt ég þyrfti ekki að skrifa það svona opinberlega.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 22:56 #2 by Gunni
Þú verður að vera "memm" Gisli :)
Ég slakaði aðeins á þessu og það þarf ekki núna að setja upp gleraugun við innskráningu. Aðeins nýskráningu, gleymt lykilorð og gleymdur user.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 17:33 #3 by Gíslihf
Sæll nafni.

Þetta hefur gengið hjá mér með því að smella fyrst á "Login" og nota svo svæðin fyrir User og lykilorð - nær miðjum skjánum.
Þá kemur að erfiðari partinum, það er að lesa þessa skjálfhentu rithönd og skrifa orðin svo með einum auðum staf á milli.
Það reynir reyndar talsvert á sjónina, mér finnst gott að renna augunum svolítið upp í næstu línur og nota hliðarsjónina og þá kemur þetta svona í annarri til þriðju hverri tilraun.
Ég hef reyndar góða nætursjón og þetta er aðferðin sem ég hef notað til að sjá stjörnur í daufari kantinum, svon í birtuflokki 4 - 5 !

Gangi ykkur vel :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 16:50 #4 by gsk
Get ekki sagt að þetta muni auka skrif mín à vefin.

Tók mig 15 tilraunir til að fà stafi sem ég gat skilið.

Held ég haldi mig bara við að skoða hann eins og ég er vanur.

Hefur einhverjum öðrum tekist að logga sig inn ?

Kv.,
Einn tregur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 11:21 #5 by Gunni
Bætti við viðbótar öryggi vegna innskráningu á síðuna. Núna þurfið þið að skrá inn bókstafi (og tölustafi) sem birtast á mynd. Þetta er til að koma í veg fyrir "spam" notendur. Í morgun henti ég út tæplega 1000 slíkum.
Þið megið hringja í mig ef þetta þvælist fyrir ykkur (899-3055).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum