Félaga róður í Engey í skammdeginu

17 des 2012 11:21 #1 by Sævar H.
Takk Ágúst Ingi, en myndirnar frá róðri okkar Harðar í gær-eru þær skoðanlegar. Ég var með þetta læst og tel að nú hafi mér tekist að opan og gera sjómhæft fyrir alla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 des 2012 11:14 #2 by Ingi
já ég get séð þær allavega. ein mynd af tvímöstruðum árabát og ein af korti af engey. skemmtilegur fróðleikur hjá þér Sævar. takk fyrir þetta.
:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 23:58 #3 by Sævar H.
Eru myndirnar núna sýnilegar ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 23:05 #4 by Þorbergur
Ég get ekki séð myndirnar,þótt ég hafði áður loggað mig inná Google+.
Þegar ég set myndir inn eftir róðra er albúmið stillt á "opinbert og ólæst"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 22:54 #5 by Gunni
Þú ættir að geta póstað Picasaweb slóðinni. Hún er þarna líka þó að google plus sé sjálfgefið.
Spurning líka hvort þú ert búin að opna fyrir aðgang. Ef ég van rétt þá var sjálfgildið "Private" en ekki "public" þegar þú setur inn myndir á plúsinn. En hvað man ég ? ég hætti á plúsnum en held samt picasaweb svæðinu sem er alveg eins gott svæði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 22:36 #6 by Sævar H.
Er eitthvað annað lén sem hægt er að nota til myndasendinga ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 22:20 #7 by eymi
Verst að sjá ekki þessar myndir.... nema vera skráður á google+

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 21:48 - 17 des 2012 11:11 #8 by Sævar H.
Engeyingar voru bátasmiðir miklir á nítjánduöld og fram á þá tuttugustu. Mikil umsetning var kringum þessa bátasmíði .

Um 500 árabátar voru smíðaðir þarna á þessum tíma. Þeir þóttu einstaklega góðir siglarar-sem var mikill kostur fyrir tíma vélanna.

Engeyarbáturinn:
„Ef Engeyjarbáturinn er borinn saman við Breiðafjarða og Suðurnesjaskipið verður hann að teljast viðtakalítill á skutina,ágjöfull, ekki burðarmikill og gjarn á að ganga í ölduna.
Allir voru bátar með Engeyjarlagi fremur stokkreitstir en skábyrtir, höfðu góðan botn,skutu sér út um miðjuna og því stöðugir,léttir og liprir undir árum.
Sökum undirhlutanna og hversu þeir voru þunnir að neðan var létt að sigla þeim .
Þeir voru stefnufastir, skáru sig mjög nálægt vindi .
En til þess að vel notaðist af þessum kostum þurfti seglabúnaðurinn að vera við hæfi.
Fyrsta kastið höfðu Engeyingar einungis fokku og sprytsegl sem ekki voru vel löguð, þóttu of lítið sprytuð og því myndaðist poki í þeim.“. 1) .

Eftir Noregsferð 1865 breytti Kristinn Magnússon seglabúnaði bátanna með klýfi og breytti lögun sptytseglanna. ..“
Með þessum seglbúnaði mátti slaga mikinn beitivind á skipum með Engeyjarlagi og í hægviðri var klýfirinn jafnframt til framdráttar „

1) Íslenskir sjávarhættir, Lúðvík Kristjánsson II bls 292
2)
„----„


„- II bls 293

Meðfylgjandi er þráður um Engey-örnefni og Engeyjarbátinn
Engeyjarskipið , teikning.
Seglabúnaður:
Fremst er : Klýfir
Þvínæst er Fokka
Og á frammastri er : Stórsegl
Og á afturmastri er: Aftursegl
Sprytin eru stangirnar sem ganga frá neðrihluta mastranna og í efsta hornið á stór og aftursegli.
Ég og faðir minn áttum saman svona Engeyjarbát með einu stórsegli og spryti ásamt fokku.
Ég hef því nokkra reynslu af því að sigla svona bát í hægum vindi og auðvitað á Sundunum á árunum 1953-4 .
Sá bátur var með 2 ja Hk Götamótor og að sjálfsögðu búinn 2 árum .
Semsagt alvöru Engeyjarbátur ,
En samt ekki smíðaður í Engey,en með aðskota bensínmótor og skrúfubúnaði . Seglin og árarnar voru eini öryggisbúnaður bátsins.
Engin björgunarvesti, einangrandi gallar,áttaviti- og þessháttar var ekki til staðar.
Á þessu réri ég oft einn inná Sundin-(á okkar kayakslóðir ) og einnig vestur fyrir Gróttu.
Það þótti ekki tiltökumál fyrir 14-16 ára ungan sjómann á þeim árum. :P

Góða skemmtun. :)





plus.google.com/photos/10193692294279730...thkey=CIvYr5aPgpiPPA
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 20:11 #9 by Guðni Páll
Ég skellti mér á sjó núna kl 17:00 og mátti hafa mig allan við að komast í gegnum ísinn hjá eyðinu, réri ég Lundeyjarhring og var frábært að róa svona einn í spegill sléttum sjó og stjörnu bjart.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 19:34 #10 by Ingi
Greinargóð skýrsla hjá þér Sævar. Svona finnst mér að best sé að skrá þessar ferðir okkar. Það liggur kannski ekki í augum uppi en það eru gagnlegar upplýsingar þarna fyrir aðra félaga sem eru að spá í að fara út í smá róður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 des 2012 19:27 - 16 des 2012 23:55 #11 by Sævar H.
Við róðrarfélagarnir Hörður Kristinsson og ég lögðum upp frá Geldinganesinu um hádegisbil í dag.
Veður var afbragðsgott ,heiðskýrt,logn,frost um 2 °C.
Stefnan var sett á Sundabakka í Viðey um Fjósakletta.
Og síðan var stefnt á Skarfabakka í Sundahöfn.
Þar var tekin ákörðun um að róa suður fyrir Engeyjartagl og taka land í Engey. Miðvör varð fyrir valinu með lendingu í Engey.
Þar var haldin kaffistund og létt á sér.
Nokkur kul var að koma inn Flóann eins og spáð var.
Það var því haldin sama leið til baka.
Smá skipaumferð var austan Engeyjar sem við urðum að taka tillit til m.a hvalaskoðunarbátur og Brúarfoss á leið í Sundahöfn.
Talsverður lagnaðarís hafði sest á Viðeyjarsundið og tafsamt stundum að brjóta sér leið.
En allt gekk það fyrir sig.
Og lent var á eiðinu í Geldinganesi að loknum um 15 km kayakróðri sem tók okkur um 3 klst með stoppi í Engey.
En meira síðar, myndir úr róðri

ásamt smá upplýsingum um Engey þá merkis eyju.

Myndasyrpa úr róðrinumhttps://plus.google.com/photos/101936922942797306759/albums/5822686389198095473
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum