Engeyingar voru bátasmiðir miklir á nítjánduöld og fram á þá tuttugustu. Mikil umsetning var kringum þessa bátasmíði .
Um 500 árabátar voru smíðaðir þarna á þessum tíma. Þeir þóttu einstaklega góðir siglarar-sem var mikill kostur fyrir tíma vélanna.
Engeyarbáturinn:
„Ef Engeyjarbáturinn er borinn saman við Breiðafjarða og Suðurnesjaskipið verður hann að teljast viðtakalítill á skutina,ágjöfull, ekki burðarmikill og gjarn á að ganga í ölduna.
Allir voru bátar með Engeyjarlagi fremur stokkreitstir en skábyrtir, höfðu góðan botn,skutu sér út um miðjuna og því stöðugir,léttir og liprir undir árum.
Sökum undirhlutanna og hversu þeir voru þunnir að neðan var létt að sigla þeim .
Þeir voru stefnufastir, skáru sig mjög nálægt vindi .
En til þess að vel notaðist af þessum kostum þurfti seglabúnaðurinn að vera við hæfi.
Fyrsta kastið höfðu Engeyingar einungis fokku og sprytsegl sem ekki voru vel löguð, þóttu of lítið sprytuð og því myndaðist poki í þeim.“. 1) .
Eftir Noregsferð 1865 breytti Kristinn Magnússon seglabúnaði bátanna með klýfi og breytti lögun sptytseglanna. ..“
Með þessum seglbúnaði mátti slaga mikinn beitivind á skipum með Engeyjarlagi og í hægviðri var klýfirinn jafnframt til framdráttar „
1) Íslenskir sjávarhættir, Lúðvík Kristjánsson II bls 292
2)
„----„
„
„
„- II bls 293
Meðfylgjandi er þráður um Engey-örnefni og Engeyjarbátinn
Engeyjarskipið , teikning.
Seglabúnaður:
Fremst er : Klýfir
Þvínæst er Fokka
Og á frammastri er : Stórsegl
Og á afturmastri er: Aftursegl
Sprytin eru stangirnar sem ganga frá neðrihluta mastranna og í efsta hornið á stór og aftursegli.
Ég og faðir minn áttum saman svona Engeyjarbát með einu stórsegli og spryti ásamt fokku.
Ég hef því nokkra reynslu af því að sigla svona bát í hægum vindi og auðvitað á Sundunum á árunum 1953-4 .
Sá bátur var með 2 ja Hk Götamótor og að sjálfsögðu búinn 2 árum .
Semsagt alvöru Engeyjarbátur ,
En samt ekki smíðaður í Engey,en með aðskota bensínmótor og skrúfubúnaði . Seglin og árarnar voru eini öryggisbúnaður bátsins.
Engin björgunarvesti, einangrandi gallar,áttaviti- og þessháttar var ekki til staðar.
Á þessu réri ég oft einn inná Sundin-(á okkar kayakslóðir ) og einnig vestur fyrir Gróttu.
Það þótti ekki tiltökumál fyrir 14-16 ára ungan sjómann á þeim árum.
Góða skemmtun.
plus.google.com/photos/10193692294279730...thkey=CIvYr5aPgpiPPA