Róður á Gamlársdag

31 des 2012 20:17 - 01 jan 2013 10:22 #1 by Sævar H.
"Róðurinn er hugsaður fyrir alla sem áralúffu geta valdið, svo fremi að veður verði skaplegt".
En svo segir í tilkynningu um Gamlársróðurinn.
Þetta eina atriði var nú að þvælast fyrir mér eiginlega alla leið að Viðey. Mínar áralúffur eru greinilega ekki gerðar fyrir íslenska sjóvettlinga sem undir skjól.
Ullin þvældist í franska rennilásinn í tíma og ótíma og truflaði mjög mín listfengu áratog og gerðu stöðugleikatök þessvegna allt að veltu.
Þegar leið á róðuruinn að Viðey losaði ég mig við þessar áralúffur og lét sjóvettlingana duga það sem eftir var róðurs.
Mér leist mjög vel á lúffur sem nokkrir voru með-hlýjar og verklegar. Fingravetlingar, hvaða efnisnafni sem þeir nefnast, henta mér ekki í vetrarkuldaróður.
Puttarnir eru svo lengi að hita allan þennan fingramassa upp.
En þá er það róðurinn.
Hann var kjarnmikill vegna öldu og vindsveipa sem skullu á, aðallega á útleið.
Þetta varð því nokkur átakaróður.
En þegar í land var komið og ínn í aðstöðuna okkar-þá tók hún Eva konan hans Ágústs Inga á móti okkur með rjúkandi rauðvínsglögg að frönskum hætti og piparkökum.
Vegna suðunnar var allt alcohol rokið burt þannig að allir voru vel ökufærir eftir.
Þetta var mikil og góð nýbreyttni og gott í kalda og sjóaða kroppana.
Og að lokum er öllum er þátt tóku í róðrinum óskað gleðilegs nýtt ár og þakkað fyrir það sem nú er að líða. :P

Og kærar þakkir til hennar Evu. :)
Og þakkir til Þorbergs fyrir frábært myndband frá róðrinum. ;)

Róðrarleiðin samkvæmt GPS :
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5828423581443138290

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 20:10 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Róður á Gamlársdag
Ég tek undir með Gísla. Góð lýsing og filma. Náttúrulegar aðstæður þarna við nesið eru með því besta sem gerist held ég að hljóti að vera. Alltaf spennandi að róa þarna.

'Oska öllum róðrarfélugum happadrjúgs og gleðilegs nýárs um leið og ég þakka fyrir þau gömlu.

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 19:10 - 31 des 2012 19:14 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Róður á Gamlársdag
Takk fyrir frásögn (LG)og myndskeið (Þorbergur). Mér hefði þótt sjórinn heldur kaldur til að taka veltuæfingar, sérstaklega ef veltan tækist ekki í fyrstu tilraun. Það var gaman að sjá ferðina frá sjávarmáli, vegna þess að í þetta sinn gekk ég upp á Geldinganes og sá til ykkar hreyfast eins og flekk út eftir Eiðisvíkinni.
Enn einu sinni varð mér ljóst hve við erum vel staðsett á Eiðinu. Vindurinn sem kom niður yfir Esjuna ýfði upp sjóinn frá Kjalarnesi að Geldinganesi og brim braut á vesturenda Þerneyjar. Í sundinu milli Þernaeyjar og Lundeyjar gaf að sjá langa ölduskafla og brimgnýrinn barst til mín. Á sama tíma var sjólag gott á ykkar leið suður fyrir Viðey.
Slíkt veðurlag höfum við svo einmitt geta notað í æfingaróðrum til að róa rangsælis um Þerney, í skjóli á móti og brunað svo undan öldunni suður fyrir Geldinganesið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 17:47 #4 by Þorbergur
Hér er video frá róðrinum. Tónlistin undir er frá "Dislocation Dance".

The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 16:35 #5 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Róður á Gamlársdag
Hefðbundinn gamla-árs róður var róinn i töluverðum vindi og öldu, fimmtán ræðarar mættu og réru að Viðeyjarstofu þar sem snúið var við og lensað heim á leið, að vanda hafði vindur og alda heldur minkað þegar til átti að taka á heimleiðinni.
I höfuðstöðvunum var Eva tilbúin með heitt glögg og piparkökur sem gerðu mikla lukku og var haft á orði að þetta skyldi verða hefðbundið i gamla árs róðri.
Vel til fundið hjá Evu.

Ræðara voru Sævar, Hörður, Tim frá Irlandi, Gunnar Ingi, Svenni, Hildur, Egill, Þóra, Klara, Perla, Þorbergur, Sigurjón Sigurjóns, Gummi B, Ágúst Ingi og lg

Þetta voru loka 8 km i ár.
Kærar þakkir til allra þeirra sem róið hafa spotta með okkur i ár og vonandi koma sem flestir aftur öflugir á nýju ári, hvort sem það verður strax i Janúar eða þegar sól tekur að hækka á lofti, sundlaugin er okkar all-flesta sunnudaga og þar er frábær aðstaða til að iðka hverskonar æfingar og undirbúa sig fyrir komandi róðar ár eða sumar.

Kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2012 16:25 #6 by eva
Replied by eva on topic Re: Róður á Gamlársdag
Ég mæti en ætla að róa bara ef það er ekki of kalt, ekki of mikill vindur og kaffistopp EFTIR róður. Ég nenni að stoppa í miðrileið í kuldanum. Ég kem hvort sem er með "vin chaud" eins og ég talaði um og allir mega smakka.
Einver sem nennir að koma með píparkökur?
À demain!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2012 16:11 - 30 des 2012 23:44 #7 by Sævar H.
Þá er Gamlársróðurinn að bresta á.
Venju samkvæmt þá skoða ég allt náttúrufarið vel áður en ég legg í ferðalög. Eins er núna.
Veðurkortin eru ekkert sérlega heillandi á að horfa.
En ekki er allt sem sýnist.
Skrapp inn í Geldinganes og Gufunes um hádegi í dag og leit á náttúrufarið. Spáin fyrir morgundaginn er eins og í dag.
Það leit bara allt mjög vel út til róðra út Eiðsvíkina yfir í Viðey sunnanverða.
Enginn ís á sjó og stillt í sjóinn nema þetta hefðbundna milli Gufunesbryggju og Sundabakka í Viðey og í góðu lagi.
Ég tók nokkrar myndir sem fylgja hér með róðrarfólkinu til hvatningar fyrir morgundaginn.
Ég mæti alveg klárlega.
En gott er að vera hlýlega klædd

Horft frá Geldinganesi yfir Eiðsvíkina

Horft suður yfir Eiðsvík

Attachment 4.JPG not found


Frá Gufunesfjöru

Horft yfir að Fjósaklettum frá Gufunesfjöru
Attachments:
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2012 12:33 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Róður á Gamlársdag
Við Hildur mætum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2012 18:30 #9 by Klara
Replied by Klara on topic Re: Róður á Gamlársdag
Ef aðstæður leyfa þá mæta Klara og Þóra galvaskar í áramótaróður. Flott tillaga frá Evu um kaffistopp eftir róður. Bíðum spenntar eftir frönskum jóladrykk.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2012 12:16 - 22 des 2012 15:02 #10 by Sævar H.
Nú er það spennandi. Veðurspáin milli jóla og nýjárs gerir ráðfyrir miklum frostkafla 10- 13 °C frost í nokkra daga hér á h. borgarsvæðinu. Þetta frost býr til þykkan ís á okkar róðrasvæði- ef spáin rætist.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2012 22:52 #11 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Róður á Gamlársdag
mér líst vel á tillögu Evu,
ágætis tilbreyting að taka kaffið i höfuðstöðvunum,

til hátíðarbrigða mætti reyna að labba einn hring á bátunum i stjörnustoppinu )

takk fyrir fínan sagnfræði hluta frá Sævari og Örlygi

lg
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2012 21:28 #12 by Sævar H.
Allt er þetta rétt mælt hjá þér Örlygur. Dagsetningin sem ég las var innsetningar siðan af korkinum merkt árið 2004 .
Auðvitað er klúbbur sem er stofnaður 1981 - 20 ára 2001 og síðan 25 ára 2006. Sennilega hef ég verið með í þessum róðri á 25 ára afmælinu-því ég var í athöfninni til heiðurs Steina formanni.
Á þessum tíma sleppti ég helst ekki úr degi til róðra .
Er einmitt núna að skoða bikar sem mér hlotnaðist í ársbyrjun 2006 fyrir einstaka ástundun róðra frá Geldinganesi- og skráði þó ekki alla :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2012 21:07 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Róður á Gamlársdag
Jú klúbburinn hélt upp á tvítugsafmælið í Viðey, en það mun hafa verið 2001. Og jafnframt fyrir tíma Geldinganesaðstöðunnar. Árið 2004 var aðstaðan hinsvegar komin, því ég man að þaðan var róið í Hvammsvíkurmaraþoni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2012 20:58 #14 by Sævar H.
Þann 7.apríl 2004 varð Kayakklúbburinn 20 ára og var það haldið hátíðlegt með ferð útí Viðey.
Þar sem étin var afmælisterta til heiðurs Steina formanni.
Þetta var fyrir tíma Geldinganessaðstöðunnar.
25 ára afmæli klúbbsins síðan 2 árum seinna er nokkuð snemmt. En því miður hefur glatast kork kafli frá 2004-2010 - þannig að skráðar heimildir eru horfnar. En Steini formaður var heiðraður -var viðstaddur þann atburð- þó nú væri. En man ekki eftir sérstökum róðri þá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 des 2012 20:33 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Róður á Gamlársdag
Steini gekk hringinn í 25 ára afmælisróðri klúbbsins í febrúar 2006. Þá var róin lengri leiðin út í Lundey þar sem gaf að líta mikið staðbundið hopperí og gusugang. Síðan var haldið heim í aðstöðu og góðgerðum gerð mjög góð skil. Þar var forseti SÍL líka og borgarfulltrúar og ég man ekki hvað. Steini fékk gullmerki SÍL og við hin köku. Frábær dagur og veðrið bara fínt miðað við árstíma. Jón Skírnir var formaður á þessum tíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum