Gleðilega hátíð allt kayakfólk.
Kayakróður spannar stórt svið.
Holla og góða útivist.
Keppnisróðra og æfingar þess vegna.
Langróðra þar sem reynir á kraft og þol.
Afreksróðra með öllum þeim undirbúningi sem því fylgja .
Og ferðaróðra um heillandi landssvæði.
Og bara æfingar til að þjálfa sig í hinum ýmsu kayaklistum.
Þetta er breitt svið.
Margir tileinka sér eitt eða fleiri þessara sviða - fáir þau öll.
Sjálfur hef ég bara eitt svið af öllu þessu sem áhugamál- en það er að ferðast á kayak um heillandi róðrarsvæði- náttúrunnar vegna.
Kayakinn er þá sem skór göngumannsins ásamt bakpoka.
Og þegar sameina skal öll kayaksviðin í einn pakka- þá fer nú málið að vandast.
Það sýnist því þörf fyrir aukna sviðskiptingu í kayakmennskunni- meir en nú er.
Fram að þessu hefur það verið straumvatn og sjókayak.
Gott nesti í kayakpakkann á nýju ári.
Sjáumst vonandi í Gamlársróðrinum- en mikið frost gæti sett ís í reikninginn.