Jólakveðjur

26 des 2012 14:57 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Jólakveðjur
Gleðilega hátíð allt kayakfólk.
Kayakróður spannar stórt svið.
Holla og góða útivist.
Keppnisróðra og æfingar þess vegna.
Langróðra þar sem reynir á kraft og þol.
Afreksróðra með öllum þeim undirbúningi sem því fylgja .
Og ferðaróðra um heillandi landssvæði.
Og bara æfingar til að þjálfa sig í hinum ýmsu kayaklistum.
Þetta er breitt svið.
Margir tileinka sér eitt eða fleiri þessara sviða - fáir þau öll.
Sjálfur hef ég bara eitt svið af öllu þessu sem áhugamál- en það er að ferðast á kayak um heillandi róðrarsvæði- náttúrunnar vegna.
Kayakinn er þá sem skór göngumannsins ásamt bakpoka.
Og þegar sameina skal öll kayaksviðin í einn pakka- þá fer nú málið að vandast. :(
Það sýnist því þörf fyrir aukna sviðskiptingu í kayakmennskunni- meir en nú er.
Fram að þessu hefur það verið straumvatn og sjókayak.
Gott nesti í kayakpakkann á nýju ári. :)
Sjáumst vonandi í Gamlársróðrinum- en mikið frost gæti sett ís í reikninginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2012 14:14 - 26 des 2012 14:28 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Jólakveðjur
Bestu jólakveðjur og þökk fyrir góðan félagsskap á árinu.

Nú er smáhlé frá afahlutverkinu og kalkúninn kominn í ofninn. Þá gefst tími til að skoða hvað gæti verið framundan á komandi ári. Sjálfur er ég mjög upptekinn af því hvað hægt er að gera fyrir börn og þarf ekki að vinna einhver fleiri afrek, þó það sé gaman. Mörg börn fyllast gleði við að sulla og róa á vatni - og hollt er það. Kíkið t.d. á þetta:
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/Paddlepower%20Flyer.pdf
Það þarf reyndar allmikinn búnað og aðstöðu, sem ég sé ekki lausn á.

Sjáumst heil á nýju ári.
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2012 09:27 #3 by maggi
Jólakveðjur was created by maggi
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka innilega fyrir alla róðrana á árinu
verð vonandi kominn í nothæft ástand í janúar sjáumst á sjónum þá

Kveðja Maggi
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum