Lagði upp í smá róður frá Geldinganeseiðinu um kl 13 í dag. Spáin sagði hægur austan vindur og úrkoma en gæti gengið á með snörpum vindstrengjum. Mælir á Geldinganesi var bilaður-sýndi fárviðri eða allt uppí 122 m/sek.
Þegar ég mætti á staðinn var vind að herða og þegar komið var að bryggjustúfnum á Eiðsvíkinn var orðið ófært til framhalds, en ætlunin var að róa að Bryggjuhverfinu.
Það var því snúið við og róið nær eiðinu þar sem veður var skaplegra.
Og þarna var tekinn flottur æfingaróður í hríðarveðri og breytilegum vindstrengjum á hlið.
Eftir um tveggja tíma þverun fram og til baka höfðu safnast inn á GPS um 9 km róðrarlengd.
Bara nokkuð gott við þessar aðstæður.
Horft út Eiðsvíkina sem var með hvítan vindstrók utan bryggjustúfsins.
Bíllinn var nokkuð snjóbarinn við heimför