Vetrarróður í vindi og snjó

30 des 2012 12:41 #1 by bjarni1804
Í Sportbúðinni fást nú neoprene fingravettlingar fyrir ca. 2000 kall á útsölunni þeirra. Þar er opið í dag, en veit ekki um framhaldið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2012 23:27 #2 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Ingi.
Gallinn er þræl fínn.
Þakkir til Jóa fyrir umsögn um þennan galla - það gerði útslagið með kaupin. Ég er orðinn nokkuð flinkur að renna rennilásnum að og frá- en hann liggur ofarlega þvert yfir axlirnar.
Síðan eru það úrvals kayakskór sem hann Sveinn Axel gaf mér ráð um- þeir eru ekki síðri en gallinn- Komu sér vel þegar við Hörður vorum að klöngrast upp kúlulagað grjótið í Engey .
Og nú er mér hlýrra í vetrarróðri en nokkru sinni.
En ennþá er nokkur óánægja með áravettlinga. Fékk mér í GG sport SealSkin fingravettlinga sem áttu að vera alveg vatnsheldir og hlýjir. Þeir voru allt í lagi í dag svolengi sem íslenskur sjóvettlingur var yfir þeim-blautur .
En strax og hann var farinn af urðu þessir Sealskin ískaldir , gegn blautir. Er einhver með góð ráð um hlýja vettlinga -umfram venjulegan sjóvettling-prjónaðan ? Væri vel þegið. Semsagt allar persónuhlífar reyndi ég í dag við krefjandi aðstæður og niðurstaðan er- bara fingravettlingarnir stóðust ekki væntingar.
Er alveg klár í áramótaróðurinn - og hlakka til. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2012 23:11 #3 by Ingi
Ég sé að gallinn er að borga sig hjá þér Sævar. Er þetta ekki allt annað líf?
(takk fyrir að halda lífi á korkinum)
bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2012 17:55 - 29 des 2012 02:06 #4 by Sævar H.
Lagði upp í smá róður frá Geldinganeseiðinu um kl 13 í dag. Spáin sagði hægur austan vindur og úrkoma en gæti gengið á með snörpum vindstrengjum. Mælir á Geldinganesi var bilaður-sýndi fárviðri eða allt uppí 122 m/sek.
Þegar ég mætti á staðinn var vind að herða og þegar komið var að bryggjustúfnum á Eiðsvíkinn var orðið ófært til framhalds, en ætlunin var að róa að Bryggjuhverfinu.
Það var því snúið við og róið nær eiðinu þar sem veður var skaplegra.
Og þarna var tekinn flottur æfingaróður í hríðarveðri og breytilegum vindstrengjum á hlið.
Eftir um tveggja tíma þverun fram og til baka höfðu safnast inn á GPS um 9 km róðrarlengd.
Bara nokkuð gott við þessar aðstæður. :P

Horft út Eiðsvíkina sem var með hvítan vindstrók utan bryggjustúfsins.



Bíllinn var nokkuð snjóbarinn við heimför
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum