Líkamsæfingar fyrir ræðara

04 jan 2013 14:50 #1 by Icekayak
Gleðilegt árið, gott að hafa létt yfir umræðunni er kemur að æfingum.
Af mörgu er að taka, það sem bent hefur verið á er vissulega viðurkennt sem nothæft. Ávallt er þó gott að blanda æfingum til að auka fjölbreytnina og ekki síst notagildi þess tíma sem eytt er í styrktarþjálfun.
Styrktarþjálfun er að mínu mati nauðsyn ef ná á árangri í hvaða íþróttagrein sem er. Til að hámarka árangur af styrktarþjálfun, ber þó að hafa í huga gildi loftháðra æfinga, þar sem púlsinn er látinn halda sér í efri skalanum í lengri og skemmri tíma. Um leið og maður fer að mæðast að einhverju marki, bremsast öll geta svo verulega, að sá styrkur sem búið er að þjálfa kemur að litlu gagni.
Fyrst og síðast er þó lykillinn að gagni allra æfinga að hafa toppstykkið með í för, rétt hugarfar er sá þáttur sem að mínu mati getur breytt allra mestu er á reynir. Sú aðferð sem ég hef nýtt mér við að þjálfa hugann, er að vera í huganum búinn að framkvæma það sem fyrir stafni er. Hvort heldur um er að ræða keppni eða lengri róðra. Eitt er þó að ímynda sér hlutina, þegar að maður er fjarri aðstæðunum, annað er svo að láta hugann vinna eftir því sem maður hafði hugsað sér, er á hólminn er komið. Þreyta og það að þurfa að breyta út frá fyrirfram ákveðnum plönum getur dregið verulega úr manni þróttinn. Við þær aðstæður er rétt hugarfar öflugasta vopnið.
Sökum þessa finnst mér skipta gríðarlegu máli að þjálfa sig í raunverulegu aðstæðunum. Vera á sjó að glíma við það sem uppá kemur, til að hafa samanburð hef ég oft valið mér ákveðnar siglingarleiðir og svo stundað þær. Með því er hægt að mæla framfarirnar hvað best og framfarirnar eða vöntun á framförum fá svo að ráða framvindu æfinganna. Þetta á bæði við gagnvart keppni og lengri róðri.
Hver og einn verður hinsvegar að finna sér stað að byrja á, í samræmi við áhugasvið og fyrirætlanir - svo ber ávallt að hafa í huga að ekki er hægt að fara fram á meir en að maður hafi gert sitt besta.
Örli hinsvegar á grun um að hægt hafi verið að gera betur, er maður á réttri leið, og á þeim forsendum er skemmtilegra og meira hvetjandi að mæta á næstu æfingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2013 14:42 - 04 jan 2013 22:09 #2 by Sævar H.
Kayakróður er tiltölulega einhæft álag á skrokkinn-finnst mér. Maður situr flötum beinum í bátnum og togar sig áfram á handaflinu-ekki ósvipað og gerist hjá þeim sem fara sinna ferða í hjólastól. Auðvitað verður maður öflugur í höndum,öxlum og bakvöðvum. Og að róa einusinni í viku 15 km/2,5-3 klst er ekki mikil líkamsþjálfun- finnst mér. Ekki hef ég róið mikið undanfarna mánuði þar til tekin var smá rispa í des. (Skammdegisróðrar) Auðvitað verða menn sem svo haga sér að búa að ákveðnu þjálfunarstigi. Og hvert er það ? Ég t.d geng svona 10-12 km /dag eða syndi 1,5- 2km / dag flesta daga. Þetta er góð alhliða þjálfun. Þegar svona hegðun er fyrir hendi - er lítið mál að skella sér í 20 km/róður með kannski nokkra mánaða millibili. En nú ætla ég að sinna kayaknum meira inn á milli. Og spyr : sundlaugaæfingar er eitthvað fast plan um þær innan klúbbsins ? Hef dregist aftur úr í tæknilegri þjálfun á kayakinn - eðlilega.

Sett inn til fróðleiks og skemmtunnar :( :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2013 11:52 - 04 jan 2013 11:53 #3 by Gíslihf
Þetta eru fín innlegg frá ykkur - samt er ég ekki viss um að málið sé ekki rætt í fullri alvöru.
Það er þó ekki slæmt þegar stutt er í grínið og sjálfur viðurkenni ég að fínar mjaðmahreyfingar svissnesku dömunnar hafa eitthvað við sig sem ég get ekki alveg útskýrt.
Ef þett hefðu verið t.d. Svenni,Gunnar Ingi eða Eymi hefði ég kvartað við
vefstjórann. :laugh:
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2013 09:10 #4 by palli
Góð ballansæfingin á rauðvínsflöskunni sem Jón sendi. Fín t.d. ef maður freistast til að vera að glápa á sjónvarpið eða einhvern slíkan óþarfa ...

Verst hvað hún er erfið eftir að maður er búinn að tæma flöskuna. Ekki vill maður hætta á að sulla allt út skyldi hún brotna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2013 14:05 #5 by siggi98
Plankinn er grunnurin fyrir flestar core æfingar.
Uppátæki fólks að stilla sér upp á svölum og steinum til þess að taka mynd kemur þessari æfingu lítið við. :-)

Það var visað í ýmsar core æfingar í samantektinni og grunurinn er að gera plankann.
Þetta er ekki dýnamísk æfing heldur statísk og hefur það hlutverk að styrkja maga og bak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jan 2013 13:27 - 02 jan 2013 13:29 #6 by jsa
Þetta er líka alltaf góð og hress æfing. Hentar vel í æfingarprógrammið eða kayakparty

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 18:57 - 31 des 2012 18:58 #7 by Gíslihf
Trúlega er þetta góð æfing. Maður lék sér oft að því áður fyrr að liggja með höfuð og hæla sitt á hvoru stólsætinu eða annað því líkt í einhverjum leikjum ungs fólks, en nú halda menn að þeir hafi fundið upp "plankið". Það er annars hætt við að leiðast afvega með svona JúTúbum með lögulegu kvenfólki, þegar það endar og margar aðrar Túbur eru boðnar til skoðunar.

Ég sé samt ekki alveg hvernig þetta nýtist í róðri, nema maður lendi milli báta sem eru að gliðna sundur. Frekar gæti plankið nýst ef maður dettur fram af jökulsprungu og nær að láta fallast á brúnina á móti. Þá er auðvitað gott að geta beðið eftir hjálp í plankstellingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 17:39 #8 by siggi98
Allt eru þetta fínar æfingar en sumar eru floknar.
Það vanntar finnst mér inní þetta gruninn sem er plankinn.

Sem er skildu æfing þegar það kemur að þvi að skyrkja maga og bak (core).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2012 15:56 #9 by Gíslihf
Um áramót skoða margir hvað heppilegt er að gera fyrir heilsuna.
Ég hef oft hugsað að gott væri að fá námskeið í sérstökum æfingum til að bæta styrk og fimi í róðri. Það er að vísu ekki hægt að breyta miklu með stuttu námskeiði, en hægt væri að læra æfingar sem síðan væru notaðar í ræktinni eða eftir hentugleikum.
Hér eru tenglar um þetta efni og ekki er ósennilegt að aðrir geti bent á annað gott efni. Svo er spurning hvort einhver þjálfari þekkir þetta svið og gæti búið til námskeið til að hafa í einhverri ræktinni.

theseakayaker.com/sea_kayak_exercises/kayakers_workout.html
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/CORE%...OR%20PADDLESPORT.pdf
www.canoe-england.org.uk/media/pdf/STRET...OR%20PADDLESPORT.pdf
og fleiri skjöl má finna ofarlega á síðunni:
www.canoe-england.org.uk/coaching/bcu-documents/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum