Veðrið er alveg að bregðast okkur til sjóróðra á morgun Uppstigningardag. Um hádegi verður orðið mjög hvasst eða um 15 m/sek samkvæmt veðurspám... Það er mikill munur á blíðunni núna í kvöld, miðvikudag, allur Faxaflói sléttur sem spegill.
Á laugardagskvöldið lýtur út fyrir blíðviðri á Sundunum.
Er ekki upplagt að kanna hug sjókayakfólksins til róðra í birtu vorsins það kvöldið ??