Silfra er í þjóðgarðinum á Þingvöllum
"Bannið gildir frá og með hádegi laugardaginn 5. janúar 2013 og þar til annað verður ákveðið. Þar með er öllum óheimilt að kafa dýpra en 18 m (60 fet) í Silfru. Áfram gildir að óheimilt er að kafa einn síns liðs í gjánni, óheimilt er að kafa í hella, ranghala og göng og óheimilt er að fara í gjána og synda án hlífðarbúnings. Ítrekað er að hver sá sem kafar í Silfru gerir það á eigin ábyrgð.
Silfra á köflum 50-60 metra djúp
Þúsundir ferðamanna heimsækja Silfru á ári hverju, ýmist á eigin vegum eða á vegum fyrirtækja sem selja ferðir til að „snorka“ eða kafa í gjána. Silfra er talin með áhugaverðustu köldu köfunarstöðum í heimi en köfun þar er mjög krefjandi; vatnið í gjánni er óvenjukalt, 4-2°C, og hættulegir hellar, höft og ranghalar leynast víða. Silfra er á köflum allt að 50-60 m djúp og skyggni takmarkað einkum þegar birtu tekur að bregða. Aðstæður í gjánni hafa breyst á undanförnum árum eins og víðar á Þingvöllum og hrunhætta er nú talin meiri en áður."
Er þetta regluverk nokkuð nema sjálfsagt og hefði átt að koma fyrir mörgum árum-fyrst á annað borð er heimilt að kafa þarna-svona almennt. Ekki er mjög langt síðan annað slys varð þarna þegar kafari festi sig í þröngri skoru- vegna súrefniskútanna.
Islenskir kafarar eru mjög ánægðir með þessar reglur. Bara gott mál.
Það er margt bannað í þjóðgarðinum.