Suðurpóllinn síðustu kílómetrarnir.

16 jan 2013 10:03 - 16 jan 2013 10:07 #1 by Sævar H.
Ætli að hún Vilborg , afrekskona gangi ekki í hlað á suðurpólnum á morgun 17 janúar 2013 ?
Alein búin að afreka það að ganga ein síns liðs 1150 km leið á skíðum með allt sitt lífsviðurværi í eftirdragi- allt upp í 100 kg þunga í snjópúlku.
Og ekki er þarna að finna sléttar skíðabrautir,
Yfir endalausa rifskafla er að fara með púlkuna í eftirdragi. Og sterkur mótvindur alla leiðina að mestu.
Og hækkunin er um 2800 metrar,
Ekki er frostið lítið - milli 30 -40 gráður á C,
Síðan er að tjalda á jöklinum á hverju kvöldi og taka það upp að morgni.
Bræða vatn úr snjó og laga mat og drykk kvölds og morgna.
Ganga síðan 18 - 24 km / degi hverjum við þessar aðstæður-nú í 56 daga. Takmarkalaus þolinmæði, þrautsegja og trú á að ná lokatakmarkinu- að standa á suðurpólnum sem sigurvegari.
Mikil afrekskona Vilborg okkar kayakkona- þessvegna stendur hún okkur nærri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2013 19:13 - 14 jan 2013 19:30 #2 by Sævar H.
Mikið sem ég er stoltur af henni Vilborgu á þessari löngu og erfiðu göngu hennar á suðurpólinn. :)
Og nú er gangan farin að styttast í annan endann-þann sem er næst suðurpólnum. Bara 3ja daga skíðaganga eftir.
Mér var hugsað til hennar Vilborgar í dag þegar ég brá mér í 10 km skíðagöngu á nánast sléttlendi hér undir Grindarskörðunum og Þríhnjúk.
Ólíku saman að jafna.
Vilborg að draga allar sínar byrðar á snjópúlku á eftir sér yfir látlausa háa rifskafla -á móti sterkum vindi-yfirleitt- í um 40 gráðu frosti og upp halla sem nemur hundruðum metra á dag.
Vilborg okkar kayakkona er einstök afrekskona og hún gengur fyrir göfugt málefni-gleymum því ekki- hugsum til hennar og styrkjum málefnið :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2013 16:12 #3 by GUMMIB
Sæl öll.

Vilborg Arna Gissurardóttir er mikil útivistarkona. Hún er einnig kayakkona
sem tók þátt í róðrum hér með klúbbnum á árum áður.

Nú er hún Vilborg Arna að ganga á suðurpólinn.

Í gær (04.01.2013) skíðaði hún yfir 88 breiddargráðu sem væntanlega
þýðir að eftir eru innanvið

(2*(10.000.000 / 90)) / 1000 = 222.2222 kílómetrar c.a 10 dagar á göngu.

Þetta er óumdeilanlega mikið afrek sem krefst dirfsku, hugrekkis, dugnaðar og æðruleysis.

Mér hefur fundist upplífgandi og spennandi að fylgjast með þessu verkefni
hennar og ekki skaðar að góðgerðarmál njóta góðs af þessu.

Þessvegna langar mig að hvetja sem flesta að hvetja stelpuna
á lokasprettinum og helst að styrkja líka gott málefni í leiðinni.

Tengill á leiðangurinn er:
www.lifsspor.is/

Kveðja
GUMMIB.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum