Æfingaróður á Leiruvogi

05 jan 2013 17:42 - 05 jan 2013 17:48 #1 by Sævar H.
Það er nauðsynlegt að æfa sig. :)

Í dag laugardaginn 5.jan.2013 ætlaði ég í félagsróður en aðstæður breyttust þannig að úr varð að fara í æfingaróður eftir hádegi.
Lagt var upp frá Eiðinu austanmegin í ágætis veðri, en samt var spáin nokkuð óviss með tilfallandi hryðjur og úrkomu.
Þess vegna var Leiruvogurinn heppilegur vegna innilokunnar að mestu.
Leiðin lá út í Gorvík og þaðan um Leirvogshólma í Blikastaðakró og alveg að Korpúlfstaðaá.
Áin var í miklum vexti eftir leysingar síðustu daga.
Síðan var haldið út fyrir Blikastaðanes og stefnt þvert yfir Leiruvoginn og á Víðines.
Nokkur undiralda var inn með Geldinganesinu í bland við sterkan útfallsstrauminn.
Þegar að Víðinesi kom reið yfir ein heljar éljahryðja um 15-18 m/sek .
Á þessum púnkti var snúíð sömu leið til baka.
Nú var átakaróður á móti storminum og bylnum.
Þarna hefði verið kostur að hafa góð skíðagleraugu þar sem erfitt var að halda augum opnum vegna élja.
Þessi gusugangur stóð yfir allt að Leirvogshólma-þá slotaði bylnum og vindinn lægði.
Róið var aftur inn í Gorvíkina.
Þar var sem sumarblíða til sjávarins þó nokkuð rigndi.
Og síðan var róið með landinu í fínum aðstæðum allt að Eiðinu.
> 8 km fínn æfingaróður. ;)

Meðfylgjandi er kort og myndir.

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5830014497802318305

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum