Eins og oft áður missti ég af Félagsróðri .
Þegar ég "vaknaði" um kl 7:30 í morgun og leit út var ,auk þess að vera svartamyrkur , hríðarahaglandi og þokukennt.
Ég sofnaði aftur og missti af félagsróðrinum.
En dreif mig samt af stað um tólfleytið.
Og þegar ég mætti í Geldinganesið voru sjókempurnar að ganga frá eftir róðurinn um Lundey ,ánægður hópur.
Leiðin mín lá að Leirvogshólma þar sem stefnan var sett á Þerneyjarsund með útúrdúrum vegna grynninga á stórstraumsfjörunni.
Róið var norður og vestur fyrir Þerney.
Þar var stefnan sett á Norðurnesið á Geldinganesi.
Logn var á sjó allt að vesturenda Þerneyjar.
Við þverunina yfir í Geldinganesið var komin talsverð undiralda af hafi og þegar að Helguhólnum ,vestast á Geldingarnesinu, var komið ,hafði bætt í vind á aðfallinu og var orðinn talsverður ólgusjór fyrir Helguhólinn-sem er jú alþekkt í svona ástandi.
Og eftir 11:27 km róður á 1:53 klst var lent í Geldinganesi.
Ekkert var farið úr bátnum á leiðinni-enda stuttur róður.
Meðfylgjandi er GPS kort og nokkrar myndir frá þessum síðbúna róðri mínum.
Góða skemmtun
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5832614257299711121