12 ár í sjókayakróðrum- afmælisróður

16 jan 2013 17:15 #1 by Sævar H.
Við félagarnir Hörður Kristinsson og ég ætluðum saman í róður í morgun, en Hörður þurfti að hætta við - þannig að ég fór einn í róður.
Nú hittist þannig á að liðin eru 12 ár frá mínu upphafi við sjókayakróðra og ágætt að hafa þetta svona afmælisróður-þó fáir væru gestirnir.
Stórhluti af þessum róðrum mínum, á þessu langa tímabili; hafa einmitt farið fram frá Geldinganesinu- eða nálægt 7000 km í heildina.
Það var því ágætt að minnast þessara tímamóta við róður á þessu góða róðrarsvæði.
Og Leiruvogurinn varð fyrir valinu.
Rónir skyldu 12 km vegna tilefnisins.
Það var því þvers og krussað um svæðið eins og meðfylgjandi kort sýnir.
Veður var ágætt - þó nokkur dumbungur og smá él en frostlaust.
Vindur var frá 5- 12 m/sek af austan.
Talsvert er komið af sel á svæðið sem veit á að fiskur er að koma á grunnslóð.
Afmæliskakóið var drukkið skammt utan við Réttarnesið á Geldinganesi.
Einn bolli kakó-nokkrar rúsínur og fáeinir dropasúkkulaðibitar.
Þetta varð hinn prýðilegasti þrekæfingaróður.
Gott fyrir vorið og sumarið.
Kannski set ég hér inn á Korkinn við tækifæri ágrip af sögu þessara 12 ára sjókayakmennsku-gæti verið fróðleg fyrir einhverja.
En kortið sem fylgir með er sjókort og sýnir vel hversu grunnur Leiruvogurinn er á stórstraumsfjöru og hvar grynningar liggja.

Góða skemmtun :P

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5834090794902852177

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum