Eins og kom hér fram í innlegginu að framan var ég að manna mig upp í að róa umhverfis Viðey til heiðurs þjóðhetjunni okkar henni Vilborgu suðurpólfara.
Og ég lagði upp frá Geldinganesinu upp úr kl 14 í dag. Nokkur vindstrengur var frá SA en ekki mikil alda.
Það var útfall.
Stefna var sett fyrst beint á Kambinn á Vesturey en vegna öldu og vinds breytti ég stefnunni fljótt á austurenda Viðeyjar.
Síðan var róið með landinu allt að Kambinum.
Þegar ég hugðist fara fyrir Kambinn blasti við mikið brim vestan við hann og náði langt út vegna grynninga á fjörunni. Þetta voru um 2ja metra háir brimskaflar.
Ekki var meiningin að leika einhverja ofurhetju við þessa hringferð og snéri ég því til baka, enda aflandsvindur frá Kambinum og því áhættusamt að róa fyrir.
Farið var austur og suður fyrir Viðey og snúið heim á leið við Drápsnesið. Nokkuð var þvælst um Eiðsvíkina á leiðinni.
Róðurinn mældist um 12 km / 2:13 klst.
Ekki var tekið land.
Meðfylgjandi er kort af leiðinni og fáeinar myndir - hafi einhverjir áhuga fyrir svoleiðis.
Ekki kemst ég í Félagsróðurinn á morgun vegna anna. En góða ferð í hann.
Svona fagnaði ég nú afrekinu hennar Vilborgar,suðurpólfara og þjóðhetju
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5834852227080810609