Eins og tíðafarið hefur verið undanfarið þá hefur lítið verið hægt að áætla sjóróðra með löngum fyrirvara.
Því hafa öll plön farið fyrir lítið það sem af er sumrinu vegna óhagstæðs veðurs.
Það þarf því að nota skammtíma veðurspána og Korkinn til að grípa þau róðrartækifæri sem gefast... Við eigum ennþá eftir að róa \"Hörpuróðurinn \" , \"Þéttir á floti\" og kvöldróður um Engey og Akurey, lagt frá Örfirisey
Er ekki upplagt ,Reynir Tómas ,að reyna að slá þessu öllu saman einn fjöldaróður núna á laugardagskvöldið og þá frá Örfirisey undir þinni forystu ?
Gaman væri að fá að sjá stemmningu fyrir þessu hér á Korkinum...