Það var fámennur róður í morgun, en við tókum virkilega á því í óvenjulöngum félagsróðri, róður sem undirritaður setur í flokk 10 erfiðustu róðra frá upphafi sinnar kayakmennsku vegna töluverðs mótvinds.
Það blés hressilega á okkur, SA 12-16 m/s og hviður vel yfir 20 m/s, skv. veðurspá átti heldur að létta á vindi um 11, en það gekk ekki eftir.
Við byrjuðum á að taka kransæðalosandi róður á móti vindi út í Korpu. Síðan tók við mikið og frábært lens frá Korpi og meðfram Geldinganesinu að norðan, áfram var haldið á heldur minna lensi að Viðey. Á leiðinni heilsuðu hnísur upp á okkur, og var Palli í mestu nálægðinni við hnísurnar, án þess að vita af þeim rétt fyrir aftan kayakinni sinn. Frá SV horni Viðeyjar og í Geldinganesið, rérum við í miklum mótvindi, tókum þó stutta pásu í Grillskálanum í Viðey. Það voru þreyttir og sáttir ræðarar sem svo landi í höfuðstöðunum eftir 17,5 km róður.
Þeir sem réru voru Sveinn Axel, Gísli Hf, Guðni og Páll R.