Félagsróður 19. janúar

20 jan 2013 17:08 #1 by Sævar H.
Þetta hefur verið æsandi róður hjá ykkur frá Korpúlfstaðaá og vel vesturfyrir Geldinganesið. Hörku lens og vaðið á súðum. Síðan hefur væntanlega dregið úr vestur fyrir Viðey og allt að Helguhólnum. Þá hefur ASA vindurinn heldurbetur komið í fangið á ykkur og síðan haldið ykkur við efnið vel austur fyrir Viðey. Síðan hefur verið hægt að róða í skjóli nokkkru með Gufunesinu.
Eða svo finnst mér samkvæmt veðurkorinu sem sett var upp um þetta leyti.
Í þessari átt spilar Úlfarsfellið stórt hlutverk í vindinum á þessum slóðum.

Sjálfur nota ég eingöngu veðurkort Veður.is fyrir mínar sjóferðir og met vindstyrk eftir því. Það stenst yfirleitt með litlum frávikum innan 3-4 klst. Brim get ég metið úr stofuglugganum heima allt frá Gróttu og vestur með Vatnsleysuströndinni-úr 93 metra hæð.
Náttúrufarið skiptir öllu með sjóferðir.

Hvet menn og konur til að skrá meira um róðra sína -hér á Korkinn. Þá safnast upp nýtilegur fróðleikur sem gagnast öðrum. Einnig er gott að skrá leiðarferla sem farnir eru.
Þegar Korkurinn var settur upp fyrir um 12 árum -höfðu 2 skráð þar eitthvað inn- eiginlega prufur-fyrsta heila árið.. Flókið var að setja efni inn. Ég bað Klúbbinn þá um leiðbeiningar á síðuna , sem var gert. Þá fór að lifna yfir. Mig minnir að ég hafi komið að skipulagi á fyrstu "Korkgerðu" kayakferðina fyrir sjófólkið-en það var 2 ja daga ferð í Straumfjörðinn 2001 . Straummenn urðu síðan mjög virkir Korkmenn í mörg ár. Nú eru það sjómenn og konur. En meira- líf má verða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2013 14:00 - 20 jan 2013 14:02 #2 by Gíslihf
Það er gott að fá þetta mat frá Svenna, mér þótti róðurinn erfiður og var að velta því fyrir mér hvort eitthvað væri farið að draga af mér :unsure:

Mitt mat á vindinum er það sama og fram kemur hjá SAS en það er þó hægt að segja hvað sem er meðan vindmælirinn á Geldinganesi er óvirkur - sjá:
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/hofudb...vaedid/#station=1480

Þessi vindmælir er mikilvægur því að veður á Kjalarnesi er mjög staðbundið og vindur í Borginni t.d. Seljahverfi í austlægum áttum mun hægari en á sundunum vestan við Mosfellsbæ. Þessi vindstrengur sem við róum oft í er trúlega vindur sem berst yfir Mosfellsheiði og kemur niður yfir Mosfellsbæ og afmarkast af Esju og Úlfarsfelli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2013 20:05 #3 by SAS
Það var fámennur róður í morgun, en við tókum virkilega á því í óvenjulöngum félagsróðri, róður sem undirritaður setur í flokk 10 erfiðustu róðra frá upphafi sinnar kayakmennsku vegna töluverðs mótvinds.

Það blés hressilega á okkur, SA 12-16 m/s og hviður vel yfir 20 m/s, skv. veðurspá átti heldur að létta á vindi um 11, en það gekk ekki eftir.

Við byrjuðum á að taka kransæðalosandi róður á móti vindi út í Korpu. Síðan tók við mikið og frábært lens frá Korpi og meðfram Geldinganesinu að norðan, áfram var haldið á heldur minna lensi að Viðey. Á leiðinni heilsuðu hnísur upp á okkur, og var Palli í mestu nálægðinni við hnísurnar, án þess að vita af þeim rétt fyrir aftan kayakinni sinn. Frá SV horni Viðeyjar og í Geldinganesið, rérum við í miklum mótvindi, tókum þó stutta pásu í Grillskálanum í Viðey. Það voru þreyttir og sáttir ræðarar sem svo landi í höfuðstöðunum eftir 17,5 km róður.

Þeir sem réru voru Sveinn Axel, Gísli Hf, Guðni og Páll R.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum