Þetta er góð framsetning hjá Gísla H, F.
Sjálfur gerði ég þetta árum saman á kaykaferðir en síðan þegar fiskveiðisjómennskan tók yfir að mestu, færðist það yfir á logbók - tengt fiskibátnum.
Nota til þess exel.
Nú hef ég stundað þessar fiskveiðar í tæp 8 ár og samkvæmt skráningu logbókar hef ég farið í 362 róðra á þessu tímabili og meðaltalstími/ róður er um 4 klst. Þarna er ennfremur skráð veður,hitastig sjávar og lofts svo og öll veiði hverju nafni sem tegundir nefnast ásamt magni.
Og við að fletta þessu stöku sinnum er ljóst að mikill fróðleikur hefur safnast saman og gott til samaburðar á innihaldinu -árum saman.
Mæli með að kayakfólkið haldi svona logbók um róðrana,veður, sjólag,hitastig og staðhætti róðrarsvæða .Ágætt er einnig að safna GPS ferilskráningum hafi fólkið til þess tæki og tól.
Þessi háttur fyllir sportið ríkara innihaldi.