Róðrardagbókin þín fyrir árið 2013

20 jan 2013 16:00 - 20 jan 2013 16:01 #1 by Sævar H.
Þetta er góð framsetning hjá Gísla H, F.
Sjálfur gerði ég þetta árum saman á kaykaferðir en síðan þegar fiskveiðisjómennskan tók yfir að mestu, færðist það yfir á logbók - tengt fiskibátnum.
Nota til þess exel.
Nú hef ég stundað þessar fiskveiðar í tæp 8 ár og samkvæmt skráningu logbókar hef ég farið í 362 róðra á þessu tímabili og meðaltalstími/ róður er um 4 klst. Þarna er ennfremur skráð veður,hitastig sjávar og lofts svo og öll veiði hverju nafni sem tegundir nefnast ásamt magni.
Og við að fletta þessu stöku sinnum er ljóst að mikill fróðleikur hefur safnast saman og gott til samaburðar á innihaldinu -árum saman.
Mæli með að kayakfólkið haldi svona logbók um róðrana,veður, sjólag,hitastig og staðhætti róðrarsvæða .Ágætt er einnig að safna GPS ferilskráningum hafi fólkið til þess tæki og tól.
Þessi háttur fyllir sportið ríkara innihaldi. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2013 14:26 #2 by Gíslihf
Mér datt í hug, nú þegar ég var að færa inn fyrstu róðra ársins að minna á þetta efni. Það getur hver og einn haft þetta á sinn hátt og þeir sem róa sjaldan láta það trúlega eiga sig eða fljóta með öðru sem þeir punkta í sína dagbók af og til.

Þeir sem leggja að jafnaði stund á róður og vilja geta sýnt fram á að þeir haldi færni sinni við, ættu þó að færa róðra inn formlega á einhvern hátt.
Það væri fróðlegt að fá dæmi um hvernig félagar gera þetta og hve mikið ætti að færa inn. Ég veit reyndar ekki sjálfur hvernig einfalt er að setja inn úrklippur úr Word eða ExCel á þessa vefsíðu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum