Kaykaróður með Gálgahrauni

22 jan 2013 16:29 - 23 jan 2013 10:37 #1 by Sævar H.
Það linnir ekki róðrarsögunum.. :(

Núna í dag þann 22. janúar 2013 fórum við róðrarfélagarnir ,Hörður Kristinsson og ég í róður frá Bryggjuhverfinu við Arnarnesvog í Garðabæ. Fyrirhugað var að róa með Gálgahrauni.
Ágætur bryggjurampur er þarna austan við skólabygginguna til sjósetningar. Leið okkar lá síðan inn í Hraunsvíkina og þaðan yfir að Eskinesi.
Fjara var en byrjað að falla að. Eskinesið eru eyrar miklar á fjörunni og minnir fjaran þarna á eyjarnar í Hvammsfirði.

Fyrrum var þarna fjörubeit fyrir kindur og þurfti að gæta vel að þeim vegna flóðahættu. Sögur eru um að þarna hafi eitt sinn farist um 50 kindur sem urðu flóði að bráð..
Og við Eskinesið erum við komnir að Gálgahrauninu.
Það er runnið frá Búrfellseldstöðinni við Heiðmörk og er 12 km fjarlægð þaðan.
Gálgahraunið er þekkt úr sögunni. Þar um lá þjóðleiðin til Bessastaða. Sú slóð heitir Fógetagata .
Og nafnið á hrauninu er nefnt eftir aftökustað sakamanna þar sem reistur var gálgi milli tveggja kletta.
Og auðvitað stóð gláginn við Fógetastíginn til þæginda fyrir valdsmanninn við embættirverkið- að hengja snærisþjófa og þannig afbrotafólk.
En á tuttugustu öldinni framanverðri var öllu skemmilegri iðja stunduð þarna. Jóhannes S. Kjarval,listmálari dvaldi þarna löngum og málaði þar mörg sín bestu verk.
Og meðfram þessu fræga hrauni rérum við Hörður-allt inn í víkina við Hrauntanga.
Hæglætis veður var allt þar til við yfirgáfum Hrauntanga og þveruðum Lambhúsatjörnina til Bessastaðafjöru.
Þá skall á okkur éljahryðja með 14-15 m/sek austansterng á hlið. Mikil kröpp alda myndaðist þarna vegna grynninga.
Það var því listfengur róður þarna yfir.
Síðan var stefna sett á Eskinestanga . Verulegt puð var að róa þá leið í vindstrengnum og öldunni á móti.
Allt gekk það nú vel og við Eskinestangana var síðan stefnt á Bryggjuhverfið og rampinn okkar góða það sem bílarnir biðu okkar.
Heldur hafði lægt á þeirri þverun.
Og eftir 2:20 klst og 9:22 km róður lentum við þarna við bryggjurampinn. Afbragðsgóður róður og skemmtilegt umhverfi. :) Nú verður nokkurra vikna hlé á félagaróðrum okkar Harðar vegna fjarveru hans . :dry:

Meðfylgjandi er GPS kort af leiðinni og fáeinar myndir-hafi fólkið áhuga til skoðunar.

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5836305515848895505

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum