Þriðjudags æfingin 22.01.2013

23 jan 2013 08:48 #1 by Larus
Þriðjudags æfingarróðurinn var tekinn austur fyrir á móti öldu og vindi, eins og vanalega var tekinn lífróður enda allir i kapp við alla. Norðan við Geldinganesið var lensað og svo var ströndin þrædd uppí klettum.
Við vesturendann var hefðbundin leikur og björgunaræfing, óvænt uppákoma maður úr axlarlið, skemmtileg æfing sem eftirá að hyggja klúðraðist feitt.

Heimtúrinn var á móti vindi og menn i rembings gírnum, einhverjir tóku „fylla bátinn af sjó og róa heim“ æfinguna.

Góður róður i mildu vetrar veðri.

Svenni, Gunnar Ingi, Egill, Eymi, Gísli Hf. Guðni og lg réru.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum